Innlent

Samstöðufundur á Austurvelli klukkan fimm

Sveinn Rúnar segir að á fundinum í dag verði baráttufólk sem fallið hefur í dag og í gær líka minnst. Krafa dagsins sé hins vegar réttur flóttafólks til heimkomu.

Palestínskir mótmælendur hlaupa í skjól undan táragasi Ísraelsmanna á austurströnd Gaza. Myndin var tekin í gær. EPA

Sjötíu ár eru nú liðin frá Hörmungum miklu (Nakba), þegar hálf palestínska þjóðin var af Ísraelsmönnum hrakin í útlegð. Af því tilefni efnir félagið Ísland-Palestína til samstöðufundar á Austurvelli klukkan fimm í dag.

Sveinn Rúnar Hauksson, skipuleggjandi fundarins, segir að á honum muni Salmann Tamimi, fyrsti palestínski flóttamaður sem flyst til Íslands, flytja erindi auk baráttukonunnar Semu Erlu Serdar og alþingismanninum og ráðherranum fyrrverandi Ögmundi Jónassyni.

Sjá einnig: Sema sendir „fúlum“ körlum sem „æla yfir lyklaborðin“ tóninn

Hann rifjar upp að fyrir sjötíu árum hafi Ísraelsmenn tekið sér miklu stærra landsvæði en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim, en til hafi staðið að skipta Palestíu í tvo helminga, fyrir Palestínumenn annars vegar og gyðinga hins vegar. Ísraelsmenn hafi hins vegar tekið 30 prósent í viðbót í stríðinu sem háð var 1948-1949, þegar Ísraelsríki var stofnað.

Þegar vopnahlé komst á varð grænan línan svokallaða til en hún afmarkar Vesturbakkann að meðtalinni Austur-Jerúsalem. Sveinn Rúnar segir að þegar græna línan kom til sögunnar hafi Ísraelsmenn ráðið yfir 80 prósent upphaflegs landsvæðis Palestínu.

Mikil átök hafa geysað á Gaza-ströndinni í dag og í gær, vegna mótmæla Palestínumanna vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem og viðurkenningu Bandaríkjamanna á borginni sem höfuðborg Ísraels. Í það minnsta 60 voru skotnir til bana og hátt á þriðja þúsund særðust þegar Ísraelsmenn skutu á mótmælendur.

Sveinn Rúnar segir að á fundinum í dag verði þessa baráttufólks líka minnst. Krafa dagsins er réttur flóttafólks til heimkomu. „Samstöðuhreyfingin með Palestínu um heim allan mun þennan dag styðja kröfu dagsins og rétt Palestínumanna til að lifa við mannréttindi og frið í sínu landi,” segir Sveinn Rúnar. Krafa Palestínumanna um að fá landsvæðið aftur eigi stuðning í alþjóðalögum og hjá Sameinuðu þjóðunum með ályktun 194. „Ísraelsríki sýnir enn og aftur að þeir telja sig yfir alþjóðalög hafna.”

Sveinn Rúnar Hauksson læknir er baráttumaður fyrir réttindum Palestínumanna. Fréttablaðið/Vilhelm

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Smur­brauð á Jóm­frúnni og í IKEA tvennt ó­líkt

Innlent

Segl­skútu­þjófurinn í far­banni í mánuð

Innlent

Segir gælu­­­dýra­eig­endur lang­­­þreytta á ein­angruninni

Auglýsing

Nýjast

Paul Allen látinn

Ætla að ríkis­sjóður hafi um 35 milljónir af hreppnum

Vilja að lág­marks­laun verði skatt­frjáls

Ekið á gangandi veg­faranda við Ánanaust

Skúturæninginn í far­bann

Venom er hættu­legur floga­veikum

Auglýsing