Á morgun standa tólf fé­laga­sam­tök fyrir sam­stöðu­fundi með konum á flótta á Austur­velli klukkan 14.

„Krafan er að þær fái skil­yrðis­laust dvalar­leyfi og að þar sem það á við þá fái börnin þeirra það líka. Þá er gerð krafa um við­eig­andi læknis­þjónustu,“ segir Ey­rún Ólöf Sigurðars­dóttir, að­gerða­sinni, og að það verði að byrja að taka það til greina að kyn er á­hrifa­þáttur í þessu sam­hengi.

Undan­farið hefur í fjöl­miðlum verið fjallað um nokkur til­felli þar sem ungar, ein­stæðar konur á flótta, sem hafa sætt kyn­ferðis­legu- og kyn­bundnu of­beldi, kyn­færa­li­m­lestingum og annarri ó­mann­úð­legri með­ferð hefur verið neitað um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi og bíða nú brott­vísunar, meðal annars til Grikk­lands þar sem þær hafa sætt mis­munun, for­dómum og of­beldi.

Þá segir hún tví­mæla­laust það skipta máli að nýr dóms­mála­ráð­herra viti af mála­flokknum og taki hann al­var­lega.

Sam­tökin sem standa að fundinum eru Anti-ras­istarnir, Femín­ista­fé­lag HÍ, Kven­réttinda­fé­lagið, No Bor­ders Iceland, Q-fé­lagið, Refu­gees in Iceland, Réttur barna á flótta, Slag­tog, Solaris, Stelpur Rokka, Stíga­mót og Tabú.

Ey­rún Ólöf skrifar í að­sendri grein á vef Frétta­blaðsins í dag að konurnar sem mót­mælt er fyrir hafi orðið hafa fyrir grófu and­legu, líkam­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi vegna kyns síns og upp­runa.

„Konurnar eiga yfir höfði sér að vera sendar úr landi til Grikk­lands þar sem báðar hafa orðið fyrir of­beldi á borð við kyn­lífs­þrælkun og frelsis­sviptingu, enda í sér­lega við­kvæmri stöðu þar í landi sem ein­stæðar konur á flótta,“ segir hún í greininni og bendir á að allar líkur séu á því að þar verði þær á­fram fyrir frekara of­beldi.

„Ekkert í þeirra að­stæðum í Grikk­landi hefur breyst en hagir flótta­fólks þar í landi er al­mennt afar bág­bornir eins og fjöl­mörgum stofnunum og mann­réttinda­sam­tökum ber saman um.“

Fjallað hefur verið áður um málin á vef Frétta­blaðsins en lög­maður tveggja kvenna sem á að vísa til Grikk­lands sagði að það væri líkt og yfir­völd kærðu sig ekki lengur um konur í þessari stöðu.

Dag­skrá fundarins:

14:00 Safnast saman á Austur­velli

14:10 Ræður hefjast

14:35 Gengið frá Austur­velli að dóms­mála­ráðu­neytinu

Sam­tökin sem standa að fundinum eru Anti-ras­istarnir, Femín­ista­fé­lag HÍ, Kven­réttinda­fé­lagið, No Bor­ders Iceland, Q-fé­lagið, Refu­gees in Iceland, Réttur barna á flótta, Slag­tog, Solaris, Stelpur Rokka, Stíga­mót og Tabú.

Ræðufólk er:

Embla Guð­rúnar Ágústs­dóttir, að­gerðar­sinni og fé­lags­fræðingur, Tabú - fötlunar­hreyfing

Þór­dís Elva Þor­valds­dóttir, fyrir­lesari

Anna María Allawawi Sonde, að­gerðar­sinni, Anti-ras­istarnir

Za­hra Hussa­ini, þjálfari í femínískri sjálfs­vörn og leik­skóla­kennari, Slag­tog

Tals­kona frá Kven­réttinda­fé­lagi Ís­lands

Hægt er að kynna sér við­burðinn nánar hér á Face­book.