Samkvæmt hópnum DU30 Iceland á Facebook ætla stuðningsmenn forsetans Rodrigo Duterte á Filippseyjum að hittast á Austurvelli í dag og sýna honum stuðning í verki. Hópurinn á samfélagsmiðlinum er fyrir stuðningsmenn forsetans sem búa á Íslandi.

Áformað er að hittast klukkan 17 og virðist fundur með alþingismanni einnig hafa verið skipulagður þar. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.

Heitar umræður eru í Facebook-hópnum sem telur um 218 meðlimi um nýfallin úrskurð mannréttindadómsstólsins og umfjöllun fjölmiðla í kjölfarið.

„Við þurfum að sameinast til að sýna forsetanum og Filippseyjum stuðning sem heild!“ segir í hópnum.

Ekki náðist í skipuleggjanda fundarins við gerð fréttarinnar.