Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, segir að það hafi verið mjög góð sam­staða um nýju reglurnar er varðar sótt­kví fyrir þá sem hingað koma til lands.

„Já, það var mjög góð sam­staða um það,“ segir Svan­dís í sam­tali við Frétta­blaðið en ný reglu­gerð um landa­mæri var til um­ræðu á fundi ríkis­stjórnarinnar í morgun.

Reglu­gerðin tók gildi á mið­nætti og gildir til 1. maí en í henni eru að finna skýrari og strangari kröfur um skil­yrði fyrir heima­sótt­kví varðandi hús­­næði og um­­­gengnis­­reglur. Þeir sem ekki geta verið í heima­­sótt­kví sem upp­­­fyllir sett skil­yrði þurfa að fara í sótt­varna­hús en ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina.

Mikill styr hefur staðið um reglu­­gerðina sem tók gildi þann 1. apríl síðast­liðinn og skikkaði þá sem koma frá há­á­hættu­­svæðum til að fara í sótt­kví í sótt­varna­húsi.

Með reglu­­gerðinni sem tók gildi á miðnætti er reglu­­gerðin frá 1. apríl felld úr gildi og þar með á­­kvæði um skyldu ein­stak­linga af há­á­hættu­­svæðum til að dvelja í sótt­kví í sótt­varna­húsi sem héraðs­­dómur úr­­­skurðaði að ekki væri laga­­stoð fyrir.

Samræma Covid-19 vottorð

Ríkis­stjórnin ræddi einnig til­lögu að reglu­gerð fram­kvæmda­stjórnar ESB að sam­ræmdum Co­vid-19 vott­orðum.

„Við erum búin að vera taka vott­orð gild á landa­mærum tölu­vert lengi. Fyrri sýkingar, mót­efni og bólu­efni alveg frá því í janúar. En þarna er Evrópa og líka Noregur, Ís­land og Liechten­stein að leggja upp að vera með sam­eigin­legt vott­orð sem öll ríkin taka gild,“ segir Svan­dís. Vott­orðin verða bæði til á pappír og raf­rænt.

Spurð um hvort þetta hafi ein­hverjar breytingar á fimm daga skyldu­sótt­kví segir Svan­dís það enn í valdi hverrar þjóðar að á­kveða það.

„Það er hverrar þjóðar fyrir sig að á­kveða hvað þjóðin gerir með að viður­kenna vott­orðin að gera aðrar kröfur eða meiri kröfur. Það eina sem verið er að taka á­kvörðun um þarna er að sam­ræma vott­orðin,“ segir Svan­dís.

Heimasóttkví þar til neikvæð niðurstaða berst

Á landmærum Ísland gilda nú eftirfarandi reglur um vottorð:

Hafi ferðamaður við komuna til landsins undir höndum viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð vegna COVID-19 eða vottorð sem sýnir fram á að COVID-19 sýking sé afstaðin er honum ekki skylt að fara í sóttkví eða framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf skv. 4. gr., en er skylt að gangast undir eina sýnatöku við landamæri. Viðkomandi ber að fara að reglum sem gilda um heimasóttkví, sbr. 7. gr., þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir úr sýnatöku.

Samræmd vottorð greiða fyrir frjálsri för mili landa

Í minnis­blaði heil­brigðis­ráð­herra sem fór fyrir ríkis­stjórn í dag segir að til­gangur reglu­gerðarinnar um samræmd vottorð er ekki síst að greiða fyrir frjálsri för milli landa og um leið tryggja örugg ferða­lög á milli ríkja. Gert er ráð fyrir að reglurnar gildi um Ís­land, Noreg, Liechten­stein og Sviss.

Þessum ríkjum gefist þannig kostur á að eiga aðild að nýju vott­orða­kerfi sem feli í sér rétt til út­gáfu sam­ræmdra vott­orða og skyldu til viður­kenningar vott­orða frá öðrum. Til­lagan er nú í laga­setningar­ferli hjá ráð­herra­ráðinu og Evrópu­þinginu en vonir standa til að reglurnar taki gildi seinni part júní nk.

Í reglu­gerðinni er kveðið á um að nýtt kerfi muni ná yfir fleiri vott­orð en bólu­setningar­vott­orð og því geta nýst fleirum til ferða­laga. Í grunninn er miðað við bólu­setningu með bólu­efnum sem hlotið hafa markaðs­leyfi innan EES-svæðisins en þó er ekki loku fyrir það skotið að vott­orð megi gefa út í nýja kerfinu fyrir önnur bólu­efni sem ein­staka aðildar­ríki viður­kenna.

Áfram verður skimað á landamærunum.
Fréttablaðið/Valli

Vott­orð í nýju kerfi sem reglu­gerðin kemur á lag­girnar verður sönnun þess að ein­stak­lingur hafi verið bólu­settur gegn Co­vid-19, fengið nei­kvæða niður­stöðu úr prófi (PCR eða viður­kennd hrað­próf) eða náð sér eftir Co­vid-19 sýkingu.

Aðildar­ríkjunum ber að gefa vott­orðið út ein­stak­lingum að kostnaðar­lausu, í raf­rænu formi eða á pappír. Það mun inni­halda strika­merki (QR-kóða) til að tryggja öryggi og sann­leiks­gildi vott­orðs. Fram­kvæmda­stjórnin mun koma á fót kerfi til að tryggja að hægt verði að sann­reyna vott­orð hvar sem er innan svæðisins og veita tækni­legan stuðning.

Á­fram verður á for­ræði aðildar­ríkja að á­kveða hvaða sótt­varnar­ráð­stafanir megi fella niður fyrir ferða­menn en taka verður vott­orðin gild sem sönnun þess að skil­yrði séu til staðar.

Máls­með­ferð við upp­töku reglu­gerðarinnar í EES hafin

Í reglu­gerðinni kemur fram að henni sé ekki ætlað að hafa á­hrif á Schen­gen-reglur um það hverjir mega koma inn á svæðið frá þriðju ríkjum. Þar gilda enn til­mæli um bann við ó­nauð­syn­legum ferðum (með ör­fáum undan­tekningum fyrir ríki þar sem staða far­aldurs hefur verið metin þannig að slíkt sé ó­hætt). Ekki er í þeim til­mælum gert ráð fyrir að vott­orð um bólu­setningu eða bata af fyrri sýkingu heimili undan­þágu.

Reglu­gerðin gerir ráð fyrir að ekki sé ein­göngu um að ræða vott­orð sem sýna fram á sýna­töku með PCR-prófi heldur jafn­framt með hrað­prófi. En gert er ráð fyrir því að ríkin geti á­kveðið hvaða próf tekin eru gild.

Máls­með­ferð við upp­töku reglu­gerðarinnar í EES samninginn er þegar hafin. EFTA-skrif­stofan í Brussel hefur óskað eftir af­stöðu EFTA/EES ríkja um hvort máls­með­ferð reglu­gerðarinnar verði hraðað hjá sam­eigin­legu EES nefndinni í þeim til­gangi að reglu­gerðin taki þá gildi sam­tímis á öllu EES svæðinu. Liechten­stein hefur óskað að eftir því að máls­með­ferð verði hraðað. Ís­lensk stjórn­völd þurfa að svara fyrir 9. apríl hvort þau leggist gegn því að svo verði.

Heil­brigðis­ráð­herra lagði til að ís­lensk stjórn­völd sam­þykki að máls­með­ferð reglu­gerðar um græn vott­orð verði hraðað hjá sam­eigin­legu EES nefndinni sem hefði í för með sér gildis­töku í júní nk.