Bæjar­ráð Ár­borgar undrast að ríkið skuli hafa leigt fyrr­verandi hjúkrunar­heimilið Kumbara­vog á Stokks­eyri fyrir mót­töku hælis­leit­enda án vit­neskju sveitar­fé­lagsins. Hjúkrunar­heimilinu var lokað 2017.

Í bókun bæjar­ráðs segir að stað­setningin sé ó­heppi­leg er litið sé til þeirrar þjónustu sem hópurinn þurfi Sveitar­fé­lagið geti út­víkkað gildandi samning við fé­lags- og vinnu­markaðs­ráðu­neytið sem mót­töku­sveitar­fé­lag við flótta­fólk og tekið á móti allt að 75 manns.