Tinna Hall­gríms­dóttir, for­maður Ungra um­hverfis­sinna, og Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi, segja að fagna beri nýjum lofts­lags­samningi Sam­einuðu þjóðanna sem var sam­þykktur á COP26 í Glas­gow í kvöld, þótt enn sé langt í land.

„Niður­staðan var á­fanga­sigur, sem ber að fagna, þó það sé enn langt í land. Við erum ekki ná­lægt því að tak­marka hnatt­ræna hlýnun við 1,5 gráðu, líkt og kemur fram í saman­tekt á lands­fram­lögum ríkja,“ segja þau í sam­tali við blaða­mann.

„Til við­bótar við að draga frekar úr losun þarf að auka til muna fjár­magn til mála­flokksins, sér í lagi með lofts­lags­rétt­læti í huga, til að mynda hvað varðar fjár­magn til að­lögunar og í skaða­bætur vegna af­leiðinga lofts­lags­breytinga.“

Að sögn Tinnu og Finns er ljóst að til að standa við mark­mið Parísar­sam­komu­lagsins um að fara ekki yfir 1,5 gráðu hlýnun þurfi ríki að grípa til aukinna að­gerða innan­lands til við­bótar við þau sem samningurinn kveður á um.

„Í ljósi þess hve hægt gengur að ná yfir­mark­miði sátt­málans gegnum nú­verandi fyrir­komu­lag er ljóst að ríki þurfa bæði að standa við allt sem samningurinn kveður á um sem og að grípa til að­gerða heima fyrir um­fram þær skuld­bindingar. Til dæmis þarf Ís­land, á­samt öðrum ríkjum heims (sér­stak­lega þróuðum) að upp­færa lands­fram­lag sitt strax á næsta ári til að sýna í verki að við viljum tak­marka hlýnun við 1,5 gráðu líkt og ís­lensk stjórn­völd hafa lýst yfir.“

Niður­staðan var á­fanga­sigur, sem ber að fagna, þó það sé enn langt í land. Við erum ekki ná­lægt því að tak­marka hnatt­ræna hlýnun við 1,5 gráðu, líkt og kemur fram í saman­tekt á lands­fram­lögum ríkja.

Fulltrúar aðildarríkjanna flykkjast í kringum John Kerry, erindreka Bandaríkjanna, á lokaþingi ráðstefnunnar.
Mynd/UNFCCC

Fanta­brögð Ind­lands og Kína

Árni Finns­son, for­maður Náttúru­verndar­sam­taka Ís­lands, birt færslu um nýja samninginn á Face­book-hópnum Lofts­lags­breytingar - um­ræða og fréttir þar sem hann segir Kína og Ind­land hafa beitt „fanta­brögðum“ með breytingar­til­lögu sem sam­þykkt var á loka­metrunum um að „horfið verður frá“ kola­notkun yrði breytt í „dregið verður úr“ kola­notkun.

„Þessi breyting þýðir að í stað þess að fasa út kol - líkt og sam­komu­lag hafði náðst um - var sam­þykkt að minnka kola­bruna í smáum skrefum (phase down). Mun linari texti,“ skrifar Árni.

Hann bætir þó við að engu að síður sé orðið „fossil“ enn í samnings­textanum og að hinn al­menni skilningur sé að hrein orka verði að leysa af jarð­efna­elds­neyti sem allra fyrst.

„Mörg ríki lýstu von­brigðum sínum með hversu tæpt það standi að tak­marka megi hækkun hita­stigs við 1,5°C. Á hinn bóginn ríkir nú full sam­staða um að hlýnun um­fram 1,5°C feli í sér allt­of mikla á­hættu fyrir okkur sem byggjum þessa Jörð.“

Öll 197 aðildar­ríki samningsins hafa skuld­bundið sig til að setjast aftur að samninga­borðinu á næstu lofts­lags­ráð­stefnu Sam­einuðu þjóðanna, COP27 sem haldin verður 2022 í Egypta­landi og endur­­­skoða lands­­mark­mið sín aftur þá.

„COP27 verður haldin í Egypta­landi að ári og niður­stöður COP26 í Glas­gow auka þrýstingin á aðildar­ríkin að leggja meira af mörkum til að draga úr losun gróður­húsa­loft­tegunda. Á ekki síður við um Ís­land en önnur auðug ríki,“ segir Árni að lokum.

Fréttin var upp­færð 14. nóvember 2021 kl. 13:04. Áður var að­eins minnst á Tinnu Hall­gríms­dóttur en Finnur Ri­cart Andra­son var einnig með í að svara spurningum blaða­manns.