Stjórn Verka­lýðs­fé­lag Vest­firðinga kom saman í gær til að ræða á­kvörðun Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga að vísa þrem­ur sveit­ar­­fé­lög­um, það er Súða­vík­ur­hreppi, Reyk­hóla­hreppi og Tjör­nes­hreppi úr sam­ráði sveit­ar­­fé­lag­anna í kjara­við­ræðum.

Í kjöl­far fundarins sendir fé­lagið frá sér yfir­lýsingu þar sem þau lýsa yfir furðu sinni með það „það ægi­vald sem samninga­nefnd sveitar­fé­laga hefur tekið sér með því að vísa sveitar­fé­lögum, sem greiddu lægst­launaða starfs­fólkinu inn­á­greiðslu vegna tafa á kjara­samnings­gerð, úr samninga­ráði sveitar­fé­laganna.“

Þau segja að­gerðina bæði for­kastan­lega og lýsa vald­níðslu gagn­vart minni sveitar­fé­lögum landsins.

Stjórn fé­lagsins lýsir einnig yfir von­brigðum með það sem þau telja orðið helsta mark­mið samninga­nefndar sveitar­fé­laganna, en það er að beita hroka og yfir­gangi í samninga­við­ræðum frekar en að semja um kjara­samning.

„Nægir þar að vísa í á­kvörðun samninga­nefndar sveitar­fé­laga að kæra niður­stöðu Fé­lags­dóms í deilu SGS til Hæsta­réttar,“ segir í yfir­lýsingunni.

Fé­lagið segir tvö þeirra sveitar­fé­laga sem vísar var úr samninga­ráði, , Súða­víkur- og Reyk­hóla­hreppir, vera á fé­lags­svæði Verk Vest. Þau hafi bæði lýst yfir vilja til að ganga til kjara­samninga vegna starfs­manna þeirra sem falla undir kjara­samninga Verk Vest við sveitar­fé­lögin.

„Stjórn Verk Vest fagnar af­stöðu sveitar­fé­laganna tveggja og lýsir yfir skýrum vilja til að hefja við­ræður við sveitar­fé­lögin tvö á grund­velli kröfu­gerðar Verk Vest,“ segir að lokum í yfir­lýsingunni.