Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar og fleiri verkalýðsfélaga með Samtökum atvinnulífsins var slitið á tólfta tímanum í dag vegna óvissu um framtíð flugfélagsins WOW air. Fundi sömu verkalýðsfélaga með SA var frestað í gær af sömu ástæðu, en samninafólk kom aftur saman í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun og til stóð að ræða saman fram eftir degini. 

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið og segir fulltrúa atvinnulífsins hafa óskað eftir því að fundinum yrði frestað vegna óvissu með WOW air. Félögin munu að öllu óbreyttu funda aftur hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö á morgun.