For­menn flokkanna segjast öll á­nægð með niður­stöðuna sem fékkst í stjórnar­sátt­málanum og að þar sé stiklað á stóru málunum sem eru fram undan.

„Ég átti ekki von á þessu. Ég átti ekki von á því að þessi ríkis­stjórn myndi halda meiri­hluta sínum,“ segir Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, en að niður­staða kosninganna hafi verið af­gerandi merki um að þau, stærsti vinstri flokkurinn, ættu að halda sínu striki og þessu sam­starfi á­fram.

Hún segir það svo annað verk­efni að halda á­fram með sömu ríkis­stjórn sem ætlar sér samt sem áður nýja hluti. Hún segist spennt fyrir því að gera breytingar innan stjórnar­ráðsins og að þetta sé eitt­hvað sem hún hefur lengi viljað gera.

„Þetta er er já­kvætt fyrir stjórn­sýsluna og pólitíkina og er í þeim anda sem að ég hef viljað stýra þessum málum. Þetta er í nor­rænum anda þar sem hver ríkis­stjórn leggur til breytingar,“ segir Katrín.

Hún segir að þau muni gera sitt besta og viður­kennir að á­skoranirnar séu miklar.

„Ég held við séum öll heil í því að takast á við þessar á­skoranir að það gagnist öllum. Það er stóra málið og það sem við sjáum þegar heims­far­aldur dynur yfir að al­mennt er af­leiðingin meiri ó­jöfnuður og það er mikil­vægt að hafa það alltaf í huga þegar við nálgumst svona verk­efni.“

Hún segir að flokkarnir séu ó­líkir og að­ferðir þeirra en að verk­efnið sé að finna jafn­vægi og að um­hverfis- og orku­málin séu gott dæmi um það. Hún segir að þau hafi náð ýmsum málum í gegn á síðasta kjör­tíma­bili og hún skynji að hennar fólk sé á­nægt með árangurinn þrátt fyrir að hafa haft efa­semdir um sam­starfið við Sjálf­stæðis­flokkinn.

Hafa sýnt þroska í samstarfinu

„Þetta eru mikil tíma­mót,“ segir Bjarni Bene­dikts­son og að tíminn frá kosningunum hafi nýst þeim vel til að líta vítt yfir sviðið og að þau hafi komist að því að þau eru sam­mála um þær helstu á­skoranir sem eru fram undan í sam­fé­laginu næstu misseri og nefndi nokkur mál eins og tækni­fram­farir, öldrun þjóðarinnar og rekstur opin­berra kerfa.

Hann segir að með breytingum á stjórnar­ráðinu og til­færslu verk­efna vonist þau til þess að ná betur utan um þessi verk­efni.

Spurður hvað skýrði far­sælt sam­starf þessara þriggja ó­líku flokka sagði hann þau sjá hver stóru verk­efnin eru og að þau hafi sýnt þroska í veru­leika sem ekki bjóði upp á tveggja flokka stjórn.

„Það er ekki hægt að líta fram hjá því að þessir flokkar sem sitja saman í ríkis­stjórn fengu saman­lagt gríðar­legan öflugan á­fram­haldandi meiri­hluta þing­manna og það hlýtur að vera hægt að gera góða hluti með slíkan breiðan meiri­hluta,“ segir Bjarni.

Hann sagði Katrínu hafa verið góðan for­sætis­ráð­herra sem hafi lag á því að leysa úr deilu­málum.

„Við höfum borið gæfu til þess að vera praktísk og það er gott traust á milli formanna flokkanna og ég held að það verði þannig á­fram.“

Að­spurður um kröfu til for­sætis­ráðu­neytisins sagði hann eðli­legt að flokkurinn hefði gert kröfu um það en það hefði ekki verið sam­staða um það í þessu sam­starfi. En að flokkurinn fari fyrir flestum ráðu­neytum sem hann segir „ráðu­neyti fram­tíðar og breytinga“.

Jón Gunnars­son tekur við em­bætti dóms­mála­ráð­herra á morgun en um mitt kjör­tíma­bil mun flokks­fé­lagi hans Guð­rún Haf­steins­dóttir taka við því. Spurður út í þetta sagði Bjarni það flókið verk í fjöl­mennum þing­flokki að skipa ráð­herra og að það megi kalla þetta „ein­hvers konar mála­miðlun“. Hann seg

Spurður hvort að hann sé sér­stak­lega á­nægður með eitt­hvað og hvað hann hafi þurft að lúffa með sagðist Bjarni ekki vilja fara sér­stak­lega út í það en að það mætti lesa stefnu flokks hans út í sátt­málanum en að lögð hafi verið á­hersla á að fanga stóru málin. Hann segist á­nægður með það jafn­vægi.

„Ég held að það standi upp úr að við erum sam­mála um þessa breiðu mynd, stóru á­skoranirnar og leiðirnar til að takast á við það.“

Viðleitni til að stöðva sílóin

Gerðirðu aldrei kröfu um að verða for­sætis­ráð­herra?

„Við fórum fljót­lega yfir stóru myndina og hvað yrði sterkast fyrir nýja ríkis­stjórn og land og þjóð. Náðum fljótt sam­stöðu um þessa niður­stöðu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, for­maður Fram­sóknar­flokksins.

Að­spurður um á­stæður þessarar miklu upp­stokkunar:

„Kerfið er svo oft í­halds­samt og staðnað en á sama tíma verða miklar breytingar í sam­fé­laginu. Við sjáum þetta á lofts­lags­breytingum. Við höfum séð tækni­breytingar langt komnar í sumum at­vinnu­greinum eins og í sjávar­út­vegi en skemur í öðrum. Við erum að leggja á­herslu á staf­ræna væðingu, ekki bara hins opin­bera heldur alls sam­fé­lagsins,“ segir Sigurður Ingi og heldur á­fram:

„Síðan er stað­reyndin sú að ráðu­neytin vinna dá­lítið í sílóum eins og við þekkjum, þessi upp­stokkun er við­leitni okkar til að láta ráðu­neytin vinna að­eins betur saman.“

Spurður hvort að Willum Þór hafi verið sá eini sem kom til greina í heil­brigðis­ráðu­neytið segir Sigurður Ingi að aðrir odd­vitar hafi gert til­kall en að Willum Þór hafi verið valinn.