Leið­togar G-7 ríkjana hafa sam­mælst um að hætta að inn­flutningi rúss­neskrar olíu vegna inn­rásar Rússa í Úkraínu. Ríkin munu draga úr inn­flutningi í skrefum en síðan loks banna inn­flutning alveg.

Þetta kom fram á fundi leið­toganna í dag með for­seta Úkraínu Volodómír Selenskí en New York Times greinir frá.

Ekki var greint frá því með hvaða hætti inn­flutnings­banninu verður komið en í yfir­lýsingu eftir fundinn segir að þetta sé þó nauð­syn­legt skref til þess að draga úr mætti rúss­neska hag­kerfisins og hersins

Emmanuel Macron Frakklandsforseti á fundinum í dag.
Fréttablaðið/EPA

Olíu­bannið getur þó verið tví­eggja sverð þar sem mörg Evrópu­lönd eru enn háð olíu frá Rúss­landi. Banda­ríkin hafa sjálf bannað inn­flutning á rús­senskri olíu en Banda­ríkja­menn eru ekki jafn háðir olíunni og mörg Evrópu­lönd. G7 ríkin eru Frakk­land, Þýska­land, Kanada, Ítalía, Japan, Bret­land og Banda­ríkin.

Alexander Novak, að­­stoðar­­for­­sætis­ráð­herra Rúss­lands, sagði í sjón­­varps­á­­varpi í marst að Rúss­land myndi svara í sömu mynt á­­kveði Vest­ræn ríki að leggja bann á rúss­neskt elds­neyti. Hann sagði við­eig­andi við­bragð vera að skrúfa fyrir aðal gas­­leiðslu Rúss­lands inn í Evrópu.

Novak sagði að bann á rúss­neskri olíu myndi hafa hörmu­­legar af­­leiðingar í för með sér fyrir al­­þjóða­­markað. Verð á olíu­­tunnu gæti rokið upp í þrjú hundruð dollara, að hans sögn.