„Þetta mál er á frumstigi en af minni hálfu gefur það augaleið að ef forsendur eru fyrir því að þetta fari lengra þá hljóta að vera mikil samlegðaráhrif, sérstaklega hvað varðar markaðsmál, innkaup og stjórnun,“ segir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC kísilverksmiðjunnar á Bakka á Húsavík.

Arion banki og PCC SE, meiri­hluta­eig­andi kís­il­vers­ins PCC BakkiSil­icon hf. á Húsa­vík, hafa und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík. Lífeyrissjóðir eiga í verksmiðjunni.

Andstaða er meðal íbúa á Reykjanesi við að verksmiðjan verði endurræst, en mikil loftmengun fylgdi starfseminni áður en henni var lokað að kröfu Umhverfisstofnunar.

Rúnar segir ótímabært að tjá sig frekar um málið á þessu stigi.