Nægi­lega mörgum undir­skriftum hefur verið safnað til að Volodí­mír Selenskíj, for­seti Úkraínu, taki réttindi sam­kyn­hneigðra til hjóna­bands til skoðunar.

Safnast hafa 28 þúsund undir­skriftir sem dugar til þess að málið verði tekið fyrir og hefur Selenskíj nú tíu daga til að bregðast við.

Sam­kyn­hneigð er ekki talin glæpur í Úkraínu en hjóna­band sam­kyn­hneigðra er þó ekki leyft. Þetta hefur valdið vanda­málum meðal sam­kyn­hneigðra her­manna sem ekki eru skráðir í hjóna­band þar sem að­eins fjöl­skyldu­með­limir mega sækja líkams­leifar og grafa þær.