Í dag var tekið stórt skref í tilslökunum á samkomubanni vegna Covid-19 á Englandi.

Hár­greiðslu­stof­ur, knæpur, veit­ingastaðir og kvik­mynda­hús voru opnuð að nýju. Miklar raðir mynduðust fyrir utan hárgreiðslustofur í Lundúnum og búist er við fjölda gesta á vínveitingastaði í kvöld. 

Nú er fólki einnig heimilt að heimsækja heimili annars fólks og gista hjá því.

Kirkj­ur og önn­ur trú­ar­hof mega opna en að há­marki 30 mega sækja mess­ur sam­tím­is.

Nigel Farage, formaður Brexit-flokksins, fagnaði þessum tíðindum í dag og birti mynd af sér á Twitter með bjór í hönd. Skömmu eftir hann birti færsluna settu fylgjendur hans athugasemdir við færsluna og var hann spurður hvort hann ætti ekki að vera í sóttkví. Farage var í Bandaríkjunum fyrir tveimur vikum síðan. Þar sótti hann meðal annars stuðningsfund Donalds Trump.  Hann var fljótur að svara og sagði að tvær vikur væru liðnar frá því að hann sneri aftur heim frá Bandaríkjunum og að hann hafi farið í sýnatöku og fengið neikvæðar niðurstöður.

Fólk er beðið um að halda áfram að fara varlega og gæta að sóttvörnum sínum.

Aflétting samkomutakmarka ná ekki til allra Englendinga. Í síðustu viku var tveggja vikna útgöngubann sett á í Leicester. Á fimmta hundruð kór­ónu­veiru­smita greind­ust í liðinni viku í Leicester, eða um 140 á hverja 100.000 íbúa.

Alls hafa 44.198 einstaklingar látist af völdum Covid-19 í Englandi og 284,900 smitast.