Innlent

Sam­komu­lag um meiri­hluta á Fljóts­dals­héraði

D-listi Sjálf­stæðis­flokksins og ó­háðra og B-listi Fram­sóknar­flokksins hafa komist að sam­komu­lagi um myndun meiri­hluta í bæjar­stjórn Fljóts­dals­héraðs á komandi kjör­tíma­bili.

Samkomulag er um meirihlutamyndun B og D-lista á Fljótsdalshéraði. Fréttablaðið/Vilhelm

D-listi Sjálfstæðisflokksins og óháðra og B-listi Framsóknarflokksins hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á komandi kjörtímabili. Viðræður hafa staðið yfir undanfarna daga.

Stefán Bogi Sveinsson, oddviti B-listans, verður forseti bæjarstjórnar og Anna Alexandersdóttir, oddviti D-lista, verður formaður bæjarráðs að því er fram kemur í tilkynningu frá listunum.

Þar segir enn fremur að samkomulag sé milli framboðanna um að ræða við Björn Ingimarsson bæjarstjóra um að halda áfram störfum. Björn hefur verið bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs undanfarin átta ár.

Búist er við því að málefnasamningur hins nýja meirihluta verði kynntur formlega upp úr miðjum mánuði en unnið er að lokafrágangi hans þessa dagana. Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar er fyrirhugaður 20. júní.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Klaustursupptökurnar

Klausturs­málið í hnút vegna van­hæfi nefndar­með­lima

Innlent

Dómarinn bað Báru afsökunar

Innlent

Telur að mynd­efni geti varpað ljósi á „á­setning“ Báru

Auglýsing

Nýjast

Stíga til hliðar í um­fjöllun um Klausturs­málið

Fjölmenni beið Báru en enginn Miðflokksmanna

Rússar notuðu alla stóru sam­fé­lags­miðlana

Jaguar Land Rover sker niður 5.000 störf

Íslendingar sjaldan keypt eins mikið á netinu

Mosfellingar fá hraðhleðslu

Auglýsing