Ríkisstjórnir Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa náð samkomulagi um að koma á formlegu sambandi á milli landanna. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta miðlaði málum á milli ríkjanna og eru Sameinuðu arabísku furstadæmin nú þriðja arabaríkið með formleg samskipti við Ísrael.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, Mohammed Bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna, og Trump munu hittast í Hvíta húsinu á næstu vikum og skrifa undir samkomulagið.

Samkvæmt heimildum Reuters felur samkomulagið í sér að Ísraelar hætta við að innlima svæði á Vesturbakkanum. Hamas-samtökin hafa fordæmt samkomulagið.