Sam­komu­bann á öllu landinu vegna kóróna­veirufar­aldursins tekur gildi á mið­nætti í kvöld. Það felur í sér bann við skipu­lögðum við­burðum þar sem fleiri en 100 manns koma saman og þá verða tveir metrar að vera á milli ein­stak­linga. Það er í gildi til 13. apríl næst­komandi.

Bannið nær til við­burða líkt og ráð­stefna, mál­þinga, funda, tón­leika, leik­sýninga, kvik­mynda­sýninga og einka­sam­kvæma sem og hvers konar kirkju­at­hafna. Kapp verður lagt á það að halda grunn- og leik­skólum opnum en há­skólum og fram­halds­skólum hefur verið lokað. Kennsla fer fram í fjar­kennslu eins og hægt er. Sundlaugar og íþróttmiðstöðvar verða lokaðar á morgun á meðan viðbrögð við banninu verða útfærð.

Skóla­­starf verður með mis­munandi hætti milli sveitar­­fé­laga og innan sveitar­­fé­laga eru í­búar á höfuð­­borgar­­svæðinu beðnir um fylgjast vel með upp­­­lýsingum sem birtast munu á heima­­síðum sveitar­­fé­laganna og heima­­síðum grunn- og leik­­skóla og þeirra stofnana sem við eiga.

Þá er í­trekað að á morgun, mánu­­daginn 16. mars verður starfs­­dagur í grunn- og leik­­skólum höfuð­­borgar­­svæðisins þar sem stjórn­endur og starfs­­fólk vinna nú að skipu­lagningu skóla­­starfs miðað við ofan­­­greindar á­kvarðanir.

Hvað grunn- og leik­skóla varðar mun kennsla á grunn­skóla­stigi fara fram svo lengi sem við­komandi skóli getur veitt nem­endum kennslu í hópum sem ekki eru fleiri í en tuttugu börn og að ekki verði um blöndun hópa að ræða yfir skóla­daginn.

For­svars­menn mat­vöru­verslana og ÁTVR hafa biðlað til fólks um að mæta utan á­lags­tíma eins og kostur er á meðan sam­komu­bannið er í gildi. Á­lags­tímar í mat­vöru­verslanir eru á milli 16:00-19:00. Svo gæti farið að það þurfi að telja inn í stærstu búðir landsins, þar sem ekki mega vera fleiri en hundrað manns í einu.

Þá verður fjölda­tak­mörkunum beitt í líkams­ræktar­stöðvum. Í World Class verður annað hvert upp­hitunar­tæki ekki í notkun og séð verður til hvort talið verði inn í stöðvar og fólki gefin til­mæli um að vera ekki lengur en 90 mínútur í ræktinni.

Ein­hverjir skemmti­staðir hafa til­kynnt um lokun meðan bannið stendur yfir. Aðrir ætla að auka rými á milli sæta. Kvik­mynda­hús hafa til­kynnt að færri miðar verði seldir í hvern sal og að lengra verði á milli á­horf­enda.

Mynd/Almannavarnir