Það gengur mikið á í sam­fé­laginu og notkun orða sem ný­lega hafa skotið upp kollinum vefst stundum fyrir fólki.

Dæmi um það er í sér­blaði sem fylgdi Frétta­blaðinu í dag sem ber heitið Sótt­kví og sam­göngu­bann. Þar er að sjálf­sögðu vísað til þeirra að­stæðna sem hér eru uppi. Eins og kunnugt er gildir sam­komu­bann hér­lendis miðað við tuttugu manns, en ekki sam­göngu­bann. Það leið­réttist hér með og beðist vel­virðingar.

Þessi ruglingur er af svipuðum toga og með orðin „for­dæma­laus“ og „for­dóma­laus“, en nokkuð hefur borið á því að þau orð séu notuð jöfnum höndum.