Ís­land er í þriðja sæti á lista yfir sam­keppnis­hæfustu lönd þegar kemur að vinnu­afli í skýrslu sam­keppnis­stofnunarinnar IMD í Lausanne. Hefur Ís­land hækkað um fjögur sæti á listanum á einu ári.

Í skýrslunni kemur fram að meðal styrk­leika Ís­lands sé á­hersla á menntun, fjöldi menntaðs fólks, tungu­mála­kunn­átta og árangur í fjár­festingum og ný­sköpun.

Í efsta sæti er Sviss og þar á eftir kemur Sví­þjóð. Öll Norður­löndin eru á meðal efstu tíu á listanum. Þýska­land er í 10. sæti, Banda­ríkin í 16., Bret­land í 28. og Kína í 40. sæti. Hæst stökk Perú, um 16 sæti, en Nýja-Sjá­land féll um 13.

Sam­kvæmt IMD hefur hreyfan­leiki starfs­fólks minnkað síðan far­aldurinn skall á. Þetta hefur ekki gengið að fullu til baka enn þá.