Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Samband íslenskra sveitarfélaga náðu samkomulagi um nýjan kjarasamning í gær og var hann undirritaður með rafrænum hætti .

Er það í fyrsta sinn sem samninganefnd SAmbands íslenskra sveitarfélaga semur um þar sem samningaferlið fer alfarið fram í formi fjarfunda.

Kosið verður um samninginn þann 8. apríl næstkomandi. Verði hann samþykktur af félagsmönnum tekur hann gildi frá og með 1. janúar 2020 og er til 30. september árið 2023.

Báðir aðilar voru sammála um að samningaviðræður hefðu gengið vel þrátt fyrir annmarka að geta ekki rætt samninginn augliti til auglitis

„Þetta eru fyrstu samningaviðræðurnar sem hafa allar farið fram í gegnum netið og eru kláraðar með rafrænum hætti,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og tók Magnús Smári Smárason, formaður LSS í sama streng.

„Þetta er nútíminn í anda Covit og mun breyta samskiptum manna til framtíðar og því mikilvægt að aðlaga okkur að breyttu samfélagi.“