Willum Þór Þórs­­son, heil­brigðis­ráð­herra, og Haraldur Sverris­­son, bæjar­­stjóri Mos­­fells­bæjar, undir­­­rituðu í dag samning um stækkun hjúkrunar­heimilisins Hamra í Mos­­fells­bæ. Gert er ráð fyrir að fram­­kvæmdir hefjist seinni hluta næsta árs og að hægt verði að taka nýbygginguna í notkun í árs­byrjun 2026.

Þetta kemur fram í til­­­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu.

Fram kemur að á­ætlanir standi til að reisa ný­byggingu við hjúkrunar­heimilið, sem ríf­­lega tvö­faldi stærð þess. Hús­­næðið er nú um 2.200 fer­­metrar, með þjónustu­mið­­stöð og dag­vistun sam­­tengda heimilinu.

Nýbyggingin mun rísa norðan við nú­verandi heimili, sam­tals 2.860 fer­­metrar, á tveimur hæðum og verður sam­­tengd eldri byggingu. Með stækkuninni fari í­búa­fjöldi úr 33 í­búum í 77.

Á­ætlaður heildar­­kostnaður við fram­­kvæmdina eru tæpir tveir og hálfur milljarðar króna. Kostnaðurinn mun skiptast þannig að 85 prósent greiðast úr ríkis­­sjóð á móti fimm­tán prósent fram­lagi bæjar­­fé­lagsins, sem að auki mun leggja til lóðina undir hús­­næðið, segir í til­­­kynningunni.