Í dag átti að fara fram réttar­höld yfir Richard Liu, sem er stundum kallaður „hinn kín­verski Jeff Bezos.“ Réttar­höldin voru sögð vera stærstu #MeT­oo réttar­höldin í sögu Kína en Liu er sakaður um að hafa brotið kyn­ferðis­lega á 25 ára gömlum há­skóla­nema frá Kína. Í nótt var hins vegar greint frá því að aðilar hefðu samið um mála­lok utan dóm­stóla nokkrum klukku­tímum áður en réttar­höldin áttu að byrja.

Liu er 49 ára gamall milljarða­mæringur en hann stofnaði vef­verslurnarrisann JD.com. Auður hans er metinn á 10 milljarða Bandaríkjadala.

Það var hins vegar Liu Jingyao sem stefndi Richard Liu fyrir að hafa brotið á sér. Málið hefði lík­legast ekki farið langt í Kína og ef það hefði endað fyrir dóm­stólum hefði málið farið fram fyrir luktum dyrum.Jingyao stefndi hins vegar Richard í Hennepin sýslu í Min­nesota þar sem brotið átti að hafa átt sér stað og því stefndi allt í opin­ber réttar­höld yfir kín­verska milljarða­mæringnum.

Þetta kemur fram í frétt BBC og tekur breska ríkis­út­varpið fram að þrátt fyrir að þau beri sama eftir­nafn eru þau ekki skyld en Liu er al­gengt nafn í Kína.

Auður Richard Liu metinn á 10 milljarða Bandaríkjadala.
Fréttablaðið/Getty

Milljónir ætluðu að fylgjast með réttarhöldunum

Yfirlýsingin sem var gefin út í nótt var undirrituð af lögmönnum beggja aðila en í henni segir að at­vikið sem átti sér stað í Min­nesota hafi verið „mis­skilningur“ sem hefur fengið af­skap­lega mikla fjöl­miðla­at­hygli og valdið mikilli sorg hjá báðum aðilum og fjöl­skyldum þeirra.

„Í dag hafa báðir aðilar samið um að ljúka deilum sínum og semja um mála­lok til að koma í veg fyrir frekari þjáningar,“ segir í yfir­lýsingunni.

Fregnir af mála­lokunum hafa valdið miklum usla í Kína og fór myllu­merki af stað á sam­fé­lags­miðlinum Wei­bo í Kína sem yfir milljón manns notuðu nokkrum klukku­tímum eftir til­kynninguna.

Talið er að milljónir Kín­verja ætluðu að fylgjast með réttar­höldunum enda er dóms­kerfið í Banda­ríkjunum mun gagn­særra en í Kína.

Al­menningur í Kína hefur fylgst grannt með gangi máli síðustu mánuði eftir að myndir og mynd­bönd voru gerð opin­ber í dóm­skjölum.

Þegar kyn­ferðis­brotið átti að hafa átt sér stað var Liu Jinga­yo nemi við Há­skólann í Min­nesota. Henni var boðið á tengsla­myndunar­kvöld sem Richard Liu stóð fyrir og enduðu þau á að fara heim til hennar að boðinu loknu.

Richard Liu og Liu Jingayo í lyfta á leið í íbúðina hennar.
Fréttablaðið/skjáskot

Handtaka Liu vakti heimsathygli

Jinga­yo segir Richard hafa þrýst á hana til að drekka mikið í boðinu. Hún segir Richard hafa þvingað sér upp á hana í bílnum á leiðinni heim og hún hafi verið of ölvuð til að sporna við því. Þá segir hún hann hafa nauðgað sér á heimili sínu þrátt fyrir að hún hafi reynt að sporna við því og sagt honum að hætta.

Richard segir hana ekki hafa verið ölvaða um kvöldið og hún hafi boðið honum heim til sín og þau hefðu stundað mök með sam­þykki hennar.

Skömmu eftir at­vikið sagði Jinga­yo vini frá því sem gerðist sem hringdi á lög­regluna og var Richard hand­tekinn en fjöl­miðlar á heims­vísu gerðu mikinn mat úr hand­töku hans á sínum tíma. Hann sendi frá sér yfir­lýsingu daginn eftir þar sem hann neitaði að hafa brotið af sér.

Málið haft neikvæð áhrif á andlega heilsu Jingayo

Sak­sóknarar í Min­nesota töldu ekki næg sönnunar­gögn í málinu til að sak­fella Richard en í april 2019 höfðaði Jinga­yo einka­mál gegn honum og krafðist um 50,000 Banda­ríkja­dala í bætur sem er um sjö milljónir ís­lenskra króna.

Skömmu eftir að hún stefndi Richard fóru upp­tökur af búk­mynda­vélum lög­reglu­manna og úr öryggis­mynda­vélum að birtast á netinu.

Lög­menn Jinga­yo segja nauðgunina og at­burðirnir sem fylgdu hafa haft gríðar­lega nei­kvæð á­hrif and­lega heilsu hennar og segja hana þjást af á­falla­röskun.

BBC segir að lög­menn hennar hafa ekki svarað af hverju hún á­kvað að semja í málinu en talið var að dóms­málið myndi hafa