Hand­taka þurfti sama mann tvisvar sinnum í nótt eftir að honum hafði verið sleppt í fyrra skiptið. Maðurinn var hand­tekinn í mið­bæ Reykja­víkur klukkan eitt í nótt grunaður um akstur bif­reiðar undir á­hrifum fíkni­efna en var sleppt að lokinni blóð­töku.

Heim­sókninni á lög­reglu­stöðina hafði ekki fyrr lokið en lög­regla þurfti að hafa af­skipti af manninum aftur á skemmti­stað í mið­bænum. Þar var hann sagður hafa ógnað fólki með hníf. Í fram­haldi af því var maðurinn vistaður í fanga­klefa yfir nótt.

Tals­verður erill hjá lög­reglu

Alls gistu níu manns í fanga­klefa í nótt og að sögn lög­reglu var tals­verður erill að kvöldi laugar­dags og að­fara­nótt sunnu­dags.

Þrír voru hand­teknir í Hafnar­firði í tengslum við líkams­á­rás og var þeim öllum skylt að gista í fanga­geymslu í nótt. Á­rásin reyndist að sögn lög­reglu ekki vera al­var­leg.

Alls voru níu öku­menn hand­teknir á Höfuð­borgar­svæðinu grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis og/eða fíkni­efna.