Fjölmiðillinn Stundin segir frá því í dag að fyrirtæki Kristjáns Vilhelmssonar, náfrænda Þorsteins Más Baldvinssonar eigi fyrirtækið sem framleiðir áramótaskaupið í ár.

Haft er eftir dagskrárstjóra Rúv í Stundinni að hann hafi ekki þekkt til eignarhalds félagsins sem framleiðir skaupið en miklar deilur hafa staðið yfir um árabil milli Rúv og Samherja eftir að Helgi Seljan og áhöfn hans í Kveik skúbbuðu frétt um meint mútumál Samherja í Namibíu, sem lýst hefur verið sem einu stærsta spillingarmáli heimsins nú um stundir, ef marka má Íslandsdeild Transparency.

Stundin hefur eftir Sigurjóni Kjartanssyni, einum höfunda skaupsins, að hann hafi ekki mikið verið að spá í eignarhaldi Sigtúns þegar hann tók upp samstarf við félagið og að hann þekki ekki Kristján Vilhelmsson.