Á morgun verður fyrsti þáttur Sam­herja um meintar mútu­greiðslur fyrir­tækisins í Namibíu sýndur.

Sam­herji birti fyrr í dag stiklu úr fyrsta þættinum en svo virðist sem fyrsti þátturinn muni tækla gjald­eyris­hluta þeirra á­sakana, sem byrjaði með rann­sókn og hús­leit á vegum Seðla­banka Ís­lands.

Árið 2018 felldi Hæsti­réttur niður 15 milljón króna sekt sem Seðla­bankinn hafði lagt á Sam­herja og héraðs­dómur stað­fest.

Frétta­skýringa­þátturinn Kveikur fjallaði um meinta spillingu Sam­herja í vetur eftir sam­starf með Stundinni en þar var fé­lagið bendlað við mútur til stjórn­mála­manna Namibíu. Skatta­mál Sam­herja eru til rann­sóknar bæði hér­lendis og í Namibíu.

Í stiklu úr fyrsta Sam­herja­þættinum er spiluð hljóð­upp­taka af frétta­manninum Helga Selja sem er jafn­framt einn um­sjónar­manna Kveiks. Upp­takan er sögð leyni­leg en Helgi er þar að ræða við ó­nefndan aðila. Þar biður Helgi Seljan ó­nefnda aðila um að „ekki i segja þeim frá þessu“ en sam­hengi upp­tökunnar við Sam­herja­málið er ó­skýrt.

Stiklan er aðgengileg hér að neðan.