Út­gerðar­fé­lagið Sam­herji biðst af­sökunar á við­brögðum stjórn­enda fé­lagsins við nei­kvæðri fjöl­miðla­um­fjöllun um fyrir­tækið, þetta kemur fram á vefsíðu Samherja nú í morgun.

Kjarninn og Stundin birtu í síðustu viku sam­skipti svo­kallaðrar „skæru­liða­deild“ Sam­herja sem fóru fram í gegnum sam­skipta­for­rit á netinu en starfs­menn Sam­herja voru í hópnum á­samt ráð­gjafar á vegum fyrir­tækisins.

Í morgun birtist yfir­lýsing á vefsíðu Sam­herja þar sem fyrir­tækið viður­kenni að hafa gengið of langt og biðst af­sökunar.

Yfir­lýsing Sam­herja:

„Undan­farin mörg ár hefur mikið verið fjallað um ýmis mál­efni er tengjast starf­semi Sam­herja. Sam­herji hefur á að skipa mjög hæfu starfs­fólki á mörgum stöðum á landinu og í heiminum. Þetta starfs­fólk hefur verið í for­ystu við upp­byggingu eins öflugasta sjávar­út­vegs­fyrir­tæki landsins og í fremstu röð í harðri sam­keppni á al­þjóða­vísu. Bæði stjórn­endum og starfs­fólki hefur sviðið þessi um­fjöllun og um­ræða um fyrir­tækið og störf sín enda þykir þeim um­fjöllunin hafa verið ein­hliða, ó­sann­gjörn og ekki alltaf byggð á stað­reyndum.

Í slíkum að­stæðum, þegar vegið er að starfs­heiðri með ó­sann­gjörnum hætti á opin­berum vett­vangi, þá getur reynst erfitt að bregðast ekki við. Í fjöl­miðlum að undan­förnu hefur verið fjallað um sam­skipti fólks sem skiptist á skoðunum og ræddi hvernig best væri að bregðast við þessum að­stæðum. Þarna var um að ræða per­sónu­leg sam­skipti á milli starfs­fé­laga og vina sem enginn gerði ráð fyrir að yrðu opin­ber. Það breytir því þó ekki að þau orð og sú um­ræða sem þar var við­höfð voru ó­heppi­leg.

Þá hafa stjórn­endur Sam­herja brugðist harka­lega við nei­kvæðri um­fjöllun um fé­lagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim við­brögðum. Af þeim sökum vill Sam­herji biðjast af­sökunar á þeirri fram­göngu.“