Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér eftir óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum á miðvikudaginn. Hún tilkynnti uppsögn sína á Twitter fyrr í kvöld.
Í yfirlýsingunni segir hún að Bandaríkin hafi upplifað skelfilegan atburð í gær og hún gæti ekki litið fram hjá því en stuðningsmenn Donalds Trump réðust inn í þinghúsið í gær.
Chao segir starfi sínu lausu aðeins þrettán dögum áður en Joe Biden tekur við forsetaembætti.
It has been the honor of a lifetime to serve the U.S. Department of Transportation. pic.twitter.com/rFxPsBoh6t
— Sec. Elaine Chao (@SecElaineChao) January 7, 2021