Erlent

Sam­göngu­ráð­herra Bret­lands segir af sér vegna Brexit

Jo Johnson hefur sagt af sér sem samgöngumálaráðherra Bretlands. Hann er fjórtándi ráðherran til að segja af sér vegna Brexit.

Jo Johnson hefur sagt af sér sem samgöngumálaráðherra Bretlands. Fréttablaðið/EPA

Jo Johnson, samgöngumálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Ástæðan er sögð vera andstaða við núgildandi Brexit-samkomulag sem hann telur vera hræðileg mistök og ekki það sem almenningi var lofað. 

Bretar munu yfirgefa Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi og hafa samningaviðræður þeirra við Evrópusambandið staðið stíft yfir undanfarna mánuði. Landamærin í Írlandi hafa verið eitt stærsta ásteytingsefnið í væntanlegri útgöngu Breta en í dag eru þau opin enda Bretland enn aðili að evrópska efnahagssvæðinu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er nú sögð nærri því að ná samkomulagi.

Johnson er nú ósáttur með stöðu mála og segir samkomulagið ekki vera nærri því sem þegnum bresku krúnunnar var lofað í fyrstu. 

Telur hann að samkomulagið muni veikja Bretland efnahagslega. 

Johnson er fjórtándi ráðherran til þess að segja af sér síðan í nóvember í fyrra.

Laura Kuenssberg, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, segir Johnson ekki vera fyrsta, eða þekktasta ráðherrann til að segja af sér vegna Brexit en afsögn hans á þessari stundu, á loka metrunum, gæti haft gífurleg áhrif. 

Johnson er yngri bróðir Boris Johnson, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra í sumar. Hann kaus gegn Brexit árið 2016 á meðan bróðir hans var áberandi baráttumaður fyrir útgöngunni. Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Erlent

Ósáttir stóðu vörð um stjórn Theresu May

Bretland

May stóð af sér vantraust

Auglýsing

Nýjast

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Auglýsing