Samgöngur

Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

„Orkuskipti eru jákvæð á sinn hátt en leysa ekki nema örlítinn hluta af þeim vandamálum sem breyttar ferðavenjur geta leyst,“ segir í ályktuninni. Eftir orkuskipti þurfi enn að leysa þau vandamál sem bílaumferð skapar. Mun skilvirkara sé að fjárfesta í samgöngumannvirkjum sem nýtist gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum, þar sem Borgarlína gegni lykilhlutverki.

Þá hvetja samtökin ríkisstjórnina til að klára áætlun um eflingu almenningssamgangna strax á þessu ári og setja aukið fjármagn í verkefnið í byrjun næsta árs.

Í aukaályktun fagnar aðalfundurinn ákvörðun borgarstjórnar um göngugötur allt árið um kring.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Samgöngur

Strandaglópar Primera gramir eftir gjaldþrotið

Samgöngur

Styttist í að göngin anni ekki umferð

Samgöngur

Gjaldtöku í göngin hætt í dag

Auglýsing

Nýjast

Hvasst og vætusamt víðast hvar

Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins

Geitin komin á sinn stað

Lukku-Láki og vinir ekki undanskildir

Ekkert okur hjá H&M

Borgarbúar kjósa um rafrænt eftirlit og ýmsar umbætur í hverfum

Auglýsing