Samgöngur

Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

„Orkuskipti eru jákvæð á sinn hátt en leysa ekki nema örlítinn hluta af þeim vandamálum sem breyttar ferðavenjur geta leyst,“ segir í ályktuninni. Eftir orkuskipti þurfi enn að leysa þau vandamál sem bílaumferð skapar. Mun skilvirkara sé að fjárfesta í samgöngumannvirkjum sem nýtist gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum, þar sem Borgarlína gegni lykilhlutverki.

Þá hvetja samtökin ríkisstjórnina til að klára áætlun um eflingu almenningssamgangna strax á þessu ári og setja aukið fjármagn í verkefnið í byrjun næsta árs.

Í aukaályktun fagnar aðalfundurinn ákvörðun borgarstjórnar um göngugötur allt árið um kring.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Samgöngur

Spyr um kjark ráðherra þegar komi að upptöku veggjalda

Samgöngur

Vaxtakostnaður 700 milljónir

Samgöngur

Mikil tímamót fyrir Borgarlínu

Auglýsing

Nýjast

Mikilvægt að við­mið jóla­sveina um hver sé „góður“ séu skýr

Stjórn Sam­fylkingarinnar fundar síð­degis

Aldrei góð hug­mynd að gefa dýr í jóla­gjöf

Minnkun bílasölu í Kína ekki meiri í 7 ár

Snýr Toyota MR2 aftur með hjálp Subaru?

Al­var­legt mál ef að starfi nefndar „er tor­veldað“

Auglýsing