Flokkur Samfylkingarinnar eru nú á pari við Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði en hvor flokkur er með fjóra kjörna bæjarfulltrúa eftir sveitastjórnarkosningarnar í gær.

Samfylkingin fékk 29 prósent og náði að bæta við sig tveimur bæjarfulltrúum og fékk Sjálfstæðisflokkurinn 30,7 prósent atkvæða.

Framsóknarflokkurinn náði tveimur mönnum inn og þar með heldur meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.

Eftir kosningarnar 2018 mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sex fulltrúa meirihluta.

Fréttablaðið
Hér má sjá alla ellefu bæjarfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar.
Fréttablaðið