Full­trúa­ráð Sam­fylkingar­fé­laganna í Reykja­vík hefur boðað til alls­herjar­fundar í höfuð­stöðvum flokksins að Sól­túni 26 klukkan 20.30 annað kvöld.

Til­efnið er „um­ræða og af­greiðsla um til­lögu odd­vita Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík um væntan­legt meiri­hluta­sam­starf í Borgar­stjórn Reykja­víkur.“

Þetta kemur fram í fundar­boði til fé­laga Sam­fylkingar­fé­laganna í Reykja­vík.

Fundarboð hefur legið í loftinu

Í fundar­boði segir að Dagur B. Eggerts­son Borgar­stjóri og odd­viti Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík muni fara yfir niður­stöður við­ræðna og kynna mál­efna­samning sam­starfinu til grund­vallar.

Fundar­boðið hefur legið í loftinu alla helgina, en það gefur sterk­lega til kynna að náð hafi saman með flokkunum fjórum; Sam­fylkingu, Fram­sókn, Pírötum og Við­reisn um myndun meiri­hluta í Reykja­vík.

Fram kemur að fundurinn sé ein­göngu opinn flokks­fé­lögum í Sam­fylkingar­fé­lögunum í Reykja­vík.

Stefnt er að því að kynna nýjan meirihluta í Reykjavík á þriðjudag en þann sama dag er fyrsti fundur borgarstjórnar frá kosningum.

Framsókn fundar einnig á morgun

Fréttablaðið hefur einnig fengið staðfest hjá Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík að boðað hefur verið til fundar í borgarmálaráði flokksins klukkan 20 annað kvöld.

Viðræður um myndun meirihluta hófust 25. maí síðastliðinn.
Fréttablaðið/Anton Brink

Fréttin hefur verið uppfærð.