Sam­fylking og Sjálf­stæðis­flokkur hafa komist að sam­komu­lagi um myndun nýs meiri­hluta í bæjar­­stjórn Akra­nes­kaup­staðar kjör­tíma­bilið 2022 til 2026. Sæ­var Freyr Þráins­son verður á­fram bæjar­stjóri.

Þetta kemur fram í til­kynningu.

„Mál­efna­­samningur meiri­hlutans hefur verið sam­þykktur en í inn­gangi hans segir að leitast verði við að eiga gott sam­starf við alla flokka í bæjar­stjórn og að stjórn­sýslan snúist um að veita í­búunum góða þjónustu með hags­muni þeirra að leiðar­ljósi. Lögð verður á­hersla á gott sam­starf við íbúa og á­fram­haldandi upp­byggingu og þróun á virku í­búa­lýð­ræði. Á­fram verður unnið að því að styrkja fjár­hags­stöðu bæjar­sjóðs,“ segir í til­kynningunni.

Líf Lárus­dóttir verður for­maður bæjar­ráðs, Val­garður Lyng­dal Jóns­son for­seti bæjar­stjórnar og Sæ­var Freyr Þráins­son bæjar­stjóri sem fyrr greinir.

Sam­fylkingin mun fara með for­mennsku í vel­ferðar- og mann­réttinda­ráði og mennta- og menningar­ráði og Sjálf­stæðis­flokkurinn verður með for­mennsku í skipu­lags- og um­hverfis­ráði.