Nýir þing­flokkar Sam­fylkingarinnar og Pírata ætla að bíða með að funda form­lega þar til að búið er að greiða úr þeirri stöðu sem upp er komin í Norð­vestur­kjör­dæmi.

„Þing­flokkurinn hefur ekki fundað. Við bíðum eftir að leysist úr þeirri flækju sem upp er komin,“ segir Hall­dóra Mogen­sen, þing­flokks­for­maður Pírata, en nýr þing­flokkur flokksins hefur ekki fundað síðan á sunnu­dag.

Ó­boð­leg staða

„Við frestuðum í gær því það er ekki enn ljóst hverjir sitja í þing­flokknum okkar og ekkert sem rekur eftir því,“ segir Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar.

Hann segir að þing­flokkurinn sé búinn að spjalla ó­form­lega saman í hópi og hvert við annað.

„Þetta er ó­ljós staða,“ segir Logi.

Hann segir að endur­talning í Suður­kjör­dæmi breyti engu fyrir þau heldur skiptir mestu máli að greitt verði úr þeirri stöðu sem komin er upp í Norð­vestur­kjör­dæmi.

„Það er þessi staða í Norð­vestur­kjör­dæmi þar sem að nokkrir þing­flokkar eru í vafa um hverjir sitja fyrir hönd þeirra og það er ó­boð­leg staða en það er líka vont og erfitt fyrir þessa ein­stak­linga sem eru í ó­vissu um fram­tíð sína,“ segir Logi og bætir við:

„Við ætlum að doka að­eins.“