Sam­fé­lags­smit af völdum ó­míkron-af­brigðis Co­vid-19 hafa greinst víða í Bret­landi og benda gögn til þess að styttri tími sé milli þess er fólk smitast og er það verði sjálft smitandi borið saman við fyrri af­brigði. Þetta segir breski heil­brigðis­ráð­herrann Sajid Javid.

Á breska þinginu í dag sagði Javid að Ó­míkron-smit hefðu greinst hjá fólki sem hafði ekki farið utan land­steinanna ný­lega og því væri ljóst að af­brigðið væri að dreifa sér með sam­fé­lags­smitum. Nú hafa 261 greinst með Ó­míkron á Eng­landi, 71 í Skot­landi og fjórir í Wa­les - alls 336 manns. Enn hefur ekkert smit greinst á Norður-Ír­landi. Á sunnu­dag höfðu einungis 90 smit greinst í Bret­landi öllu.

„Meðal þessa eru smit sem tengjast ekki ferða­lögum er­lendis svo við getum slegið því föstu að sam­fé­lags­smit eru víða á Eng­landi“, sagði ráð­herrann og hann gæti ekki lofað því að nýja af­brigðið myndi ekki hafa al­var­leg á­hrif á efna­hags­batann eftir Co­vid-kreppuna.

Breski heil­brigðis­ráð­herrann Sajid Javid.
Fréttablaðið/Getty

Javid sagði auk þess að honum væri ekki kunnugt um að neinn sem smitast hefði af Ó­míkron-af­brigðinu hefði lagst inn á spítala. Enn skorti upp­lýsingar til þess að full­yrða hvort af­brigðið væri al­var­legra en fyrri af­brigði eða hvernig bólu­efni virka gegn því.

Um 350 her­menn verða kallaðir út til að veita að­stoð við að veita örvunar­bólu­setningar á Eng­landi og 100 í Skot­landi.

Tals­maður Verka­manna­flokksins í heil­brigðis­málum, Wes Streeting, krefst þess að ríkis­stjórn Í­halds­flokksins grípi til „skyn­sam­legra ráð­stafana“ til að draga úr smitum. Ríkis­stjórnin ætti að koma sér upp reglu­bundnu verk­lagi til að takast á við það er ný af­brigði skjóti upp kollinum er­lendis, til dæmis landa­mæra­eftir­lit, skimanir og smitrakningu.