Facebook stórveldið hefur fengið nýja nafnið Meta. Það hefur þó ekki áhrif á notendur samfélagsmiðilsins sem mun halda sínu nafni áfram.

Þetta kemur fram á vef BBC.

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, tilkynnti um nýja nafnið í dag á sama tíma og hann sagði frá áformum um nýjan sýndarveruleika. Hann sagði að markmið fyrirtækisins væri að leiða fólk saman.

Þá tók hann sérstaklega fram að öll öpp og fyrirtæki myndu halda sínum nöfnum áfram.

Breytingin sé partur af stærri umbreytingu vörumerkisins og fyrirtækið segir nýja nafnið gefa skýrari mynd af því sem fyrirtækið mun fást við.

Með því vísar Zuckerberg í nýjan sýndarveruleika en verkefnið snýst um að láta sýndarveruleikann verða að veruleika.