Verk­efni Rann­veigar ber heitið Feður sem beitt hafa of­beldi í nánum sam­böndum: orð­ræður, reynsla og úr­ræði og er hluti af stærra verk­efni um karla sem beitt hafa of­beldi, undir leið­sögn Jóns Ingvars Kjaran, prófessors á mennta­vísinda­sviði HÍ.

„Ég er sér­stak­lega að skoða feður sem hafa beitt of­beldi og á­stæðan fyrir því er kannski sú að það er bara mjög við­eig­andi núna, flestir sem beita of­beldi í nánum sam­böndum eru karlar og flestir karlar sem beita of­beldi í nánum sam­böndum eiga börn,“ segir Rann­veig sem bú­sett er í Stokk­hólmi á­samt fjöl­skyldu sinni.

Rann­veig segist hafa byrjað rann­sóknina á að ein­blína á of­beldi gagn­vart maka en hún hafi fljót­lega áttað sig á því að þegar börn eru til staðar hefur slíkt of­beldi alltaf gífur­lega mikil á­hrif á þau hvort sem þau eru verða fyrir of­beldi á beinan hátt eða ekki.

„Hvort sem að börn eru beitt of­beldi með beinum hætti eða ekki þá er of­beldi í nánu sam­bandi milli for­eldra eða gagn­vart for­eldri alltaf of­beldi gagn­vart barni líka. Þannig ég geri ekki svo stóran greinar­mun þar á. Margir mannanna hafa beitt börnin sín of­beldi en ég myndi segja að í öllum til­fellunum þá hefur þetta á­hrif á líf þeirra með mjög stórum hætti,“ segir Rann­veig.

Mee Too hafði mikil á­hrif

Verk­efni Rann­veigar skiptist í þrjá hluta og segist hún hafa byrjað á því að skoða um­ræðuna um feður í fjöl­miðlum og þá sér­stak­lega feður sem beitt hafa of­beldi. Þegar rann­sókn hennar hafði farið fyrir Vísinda­siða­nefnd hóf hún að taka við­töl við ger­endur og naut þar stuðnings frá Heimilis­friði, með­ferðar- og þekkingar­mið­stöð um of­beldi í nánum sam­böndum. Rann­veig segir Me Too bylgjuna hafa haft mikil á­hrif á um­ræðuna um of­beldi í nánum sam­böndum, bæði upp­runa­lega bylgjan sem átti sér stað 2017-2018 og nú­verandi bylgja sem hófst fyrir nokkrum vikum.

„Það sem er öðru­vísi við þessa Me Too bylgju frá þeirri sem var 2017-18 er að hún er að taka ger­endur meira inn í myndina og um­ræðan snýst meira um hvernig við ætlum að takast á við karla sem beitt hafa of­beldi og hvernig við ætlum að tala um það. Ýmsir menn hafa verið að stíga fram og átta sig á að hegðun þeirra í for­tíðinni eða nú­tíðinni er of­beldi. Þannig ég sá fyrir mér að kannski væri hópur þarna sem væri meira til­búinn að koma og tala núna, menn sem eru kannski bara ein­mitt að átta sig á að hegðun þeirra er of­beldi og það gæti verið mjög á­huga­vert fyrir rann­sóknina að fá inn þann vinkil líka. Sem er kannski svo­lítið frá­brugðið frá mönnum sem eru búnir að vera í margra ára með­ferðar­vinnu eða sjálfs­vinnu,“ segir Rann­veig.

Auð­vitað er flókið og trig­gerandi að hlusta á lýsingar á of­beldi en það sem er líka svo flókið er að hlusta á hvað þetta er ó­trú­lega erfitt fyrir sjálfs­mynd þeirra. Eins og fyrir alla þá er sjálfs­vinna ó­trú­lega „skafandi“ og ber­skjaldandi ferli, hvað þá þegar það eru skap­gerðar­brestir og skað­leg hegðun sem er verið að vinna í.

Flókið að finna við­mælendur

Rann­veig segir það vera flókið ferli að finna við­mælendur fyrir verk­efnið enda er um að ræða mjög við­kvæm og erfið mál. Hún hefur því tekið upp á því að aug­lýsa eftir við­mælendum á sam­fé­lags­miðlum og heitir fyllsta trúnaði til allra sem eru til­búnir að segja henni sögu sína. Rann­veig segir það bæði geta verið erfitt að hlusta á of­beldis­lýsingar við­mælenda sinna en þá geti einnig verið erfitt að heyra hversu mikil á­hrif það að gangast við of­beldinu hefur á sjálfs­mynd þessara manna.

„Auð­vitað er flókið og trig­gerandi að hlusta á lýsingar á of­beldi en það sem er líka svo flókið er að hlusta á hvað þetta er ó­trú­lega erfitt fyrir sjálfs­mynd þeirra. Eins og fyrir alla þá er sjálfs­vinna ó­trú­lega „skafandi“ og ber­skjaldandi ferli, hvað þá þegar það eru skap­gerðar­brestir og skað­leg hegðun sem er verið að vinna í. Það getur verið mjög ó­þægi­legt og erfitt,“ segir Rann­veig.

Hún segir að einn erfiðasti hlutinn í með­ferðar­vinnu ger­enda sé að sam­ræma sjálfs­mynd þeirra eftir að þeir hafi viður­kennt að hafa beitt of­beldi.

„Það er oft kannski einn stærsti hlutinn að vinna með, heyrir maður, að þetta sam­ræmist ekki sjálfs­myndinni þeirra. Þessi tog­streita og á­rekstur, að þurfa að greiða úr því að hegðunin sem að þú ert búinn að beita falli ekki að sjálfs­myndinni. Það sem er svo flókið þarna sem er verið að ræða mikið núna er þessi skrímsla­væðing, af því hún birtir á­kveðna erki­týpu of­beldis og nauðgana sem verður svo svona hand­rit að „al­vöru of­beldi“.“

Skað­legar staðal­í­myndir

Rann­veig segir skrímsla­væðinguna gera það að verkum til verði ein­hvers konar staðal­í­mynd „al­vöru of­beldis­manns“ og „al­vöru brota­þola“ en hættan við slíkt er að það fæli fólk frá því að leita sér hjálpar því það telur sig ekki passa full­kom­lega inn í þessa flokka.

„Það er mjög stórt ferli að byrja að segja „Hegðunin mín er of­beldi en ég er ekki of­beldis­maður, ég vakna ekki á morgnana og hugsa hvernig ætla ég að beita of­beldi í dag“. Með þessari staðal­í­mynd sem við höfum skapað um „al­vöru of­beldis­mann“ þá sjáum við fyrir okkur að það sé ein­hver sem virki­lega vaknar og hefur það sem mark­mið að beita fólk of­beldi,“ segir Rann­veig.

Rann­veig segir orð­ræðuna sem á sér stað í fjöl­miðlum um jafn­rétti og það sem við kemur of­beldi karl­manna vera mjög flókna því þar mætist fjöl­mörg ólík sjónar­mið sem sé mikil­vægt að taka til­lit til.

„Þarna fléttast saman margar flóknar orð­ræður. Það er þessi jafn­réttis­orð­ræða um að við ætlum að lifa í sam­fé­lagi sem byggir á kynja­jafn­rétti og í því felst að auka þátt­töku kvenna á vinnu­markaði en jafn­framt að auka þátt­töku feðra í upp­eldi barna. Þetta er eitt­hvað sem við höldum mjög sterkt á lofti og erum mjög stolt af, að við ætlum að vera sam­fé­lag sem eykur þátt­töku feðra. Rann­sóknir sýna að þetta verður mjög sterkur hluti af sjálfs­mynd karla, hvort sem þeir eiga börn eða ekki. Sam­hliða þessari orð­ræðu erum við svo með bar­áttuna fyrir því að við ætlum að vernda börn og fólk fyrir of­beldi. Þar verður til þessi núningur,“ segir Rann­veig.

Mynd/Aðsend

Reynsla ger­enda og brota­þola

Að­spurð um hvort hún reyni að á ein­hvern hátt að sann­reyna frá­sagnir við­mælenda sinna út frá hlið brota­þola segir Rann­veig að mikil­vægt sé að geta rann­sakað upp­lifun ger­enda án þess að það dragi á ein­hvern hátt úr upp­lifun brota­þola.

„Þarna er svo ó­trú­lega mikil­vægt að rann­sóknin byggi á femínískum kenningum um reynslu. Það verður akkeri í því að finna ein­hvers konar jafn­vægi á milli þess að hlusta, trúa og taka gilda upp­lifun og reynslu þeirra karl­manna sem ég tala við. Ein­mitt ekki að draga í efa þeirra reynslu en á móti kemur að ég er líka svo­lítið með rjómann af því þetta eru karl­menn sem koma til mín til­búnir að viður­kenna að þeir hafi beitt of­beldi og eru yfir­leitt að vinna með það gagn­gert að hætta því. En mér finnst mikil­vægt að hluti af rann­sókninni sé líka að ganga út frá reynslu brota­þola og barna. Það verður að vera mjög sterkt akkeri að þarna erum við að tala um raun­veru­legar af­leiðingar of­beldis fyrir brota­þola og börn.“

Að­spurð um hverjar væntingar hennar séu til verk­efnisins segir Rann­veig að hennar fram­lag í um­ræðuna um of­beldi í nánum sam­böndum sé að koma með reynslu ger­enda inn í þá um­ræðu.

„Það er sam­fé­lags­lega mikil­vægt að skoða sér­stak­lega þeirra reynslu og hingað til hafa at­huganir á of­beldi í nánum sam­böndum rétti­lega mest beinst að konum og brota­þolum. En það er ó­trú­lega mikil­vægt til að fá dýpri heildar­mynd af vandanum að tala sér­stak­lega við karla sem hafa beitt of­beldi og í þessu til­viki feður. Það getur leitt til á­hrifa­ríkra til­lagna að úr­bótum og for­vörnum að skilja betur hvar þeir upp­lifa breytingar, erfið­leika og ó­þægindi.“

Þetta verður ekki leyst einn tveir og bingó, annars væri búið að því. En lausnin hlýtur samt alltaf að felast í því að ræða um of­beldið, hvað er of­beldi og hvernig upp­lifum við það? Það verður að vera ein­hver mögu­leiki að ræða við ger­endur með upp­byggi­legum hætti. Það verður að vera aftur­kvæmt í sam­fé­lagið og það verður að vera mögu­leiki á að ræða það og horfast í augu við það.

Engin ein lausn við of­beldi

Rann­veig segir enga eina lausn vera gagn­vart of­beldi í nánum sam­böndum en hluti af lausninni sé að eiga í­trekuð og erfið sam­töl um þessi mál á ó­líkum vett­vangi. Í því sam­hengi séu hreyfingar á borð við Mee Too mjög mikil­vægar.

„Þetta verður ekki leyst einn tveir og bingó, annars væri búið að því. En lausnin hlýtur samt alltaf að felast í því að ræða um of­beldið, hvað er of­beldi og hvernig upp­lifum við það? Það verður að vera ein­hver mögu­leiki að ræða við ger­endur með upp­byggi­legum hætti. Það verður að vera aftur­kvæmt í sam­fé­lagið og það verður að vera mögu­leiki á að ræða það og horfast í augu við það,“ segir Rann­veig.

Hún segir það þó sér­stak­lega mikil­vægt að taka til­lit til brota­þola hvað slíka um­ræðu varðar og fara eftir óskum þeirra varðandi það hvernig um­ræðan á sér stað.

„Margir brota­þolar vilja að þeir sem beitt hafi of­beldi komi fram, biðjist af­sökunar og taki á­byrgð á því sem þeir hafa gert. Ekki með ein­hverjum ó­ljósum hætti eins og „Ég fór yfir mörk“ heldur segi ná­kvæm­lega hvað það var sem gerðist. Aðrir brota­þolar vilja alls ekki fá neitt sam­band og það verður að virða það að reynslan er svo ólík eftir því í hvað sam­hengi hún er. Reynsla margra núna af því of­beldi sem þeir hafa upp­lifað er allt öðru­vísi heldur en þegar það átti sér stað af því að sam­fé­lags­lega um­ræðan er að breytast og reynsla breytist í takt við menningu og sam­tölin sem við erum að eiga. Þess vegna eru margir að átta sig á að reynsla þeirra af því sem þeim fannst ein­hvern tíma eðli­legt og bara glötuð sam­skipti er kannski eitt­hvað annað og meira,“ segir Rann­veig að lokum.

Rann­veig Ágústa er sem stendur að leita að við­mælendum fyrir rann­sókn sína á of­beldi feðra í nánum sam­böndum. Þeim sem hafa á­huga á að leggja henni lið er bent á að hafa sam­band í gegnum net­fangið rag43@hi.is.