Bandarísk stjórnmál

Sam­einast gegn fram­boði bróður síns í aug­lýsingu

Fram­boð full­trúa­deildar­þing­mannsins Paul Gosar gæti reynst honum erfitt. Sex syst­kina hans hafa sam­einast gegn honum og tekið af­stöðu með and­stæðingi hans úr Demó­krata­flokknum.

Jólaboð Gosar-fjölskyldunnar verður vafalaust afskaplega vandræðalegt eftir óreiðu undanfarinna daga. Fréttablaðið/Getty

Fram­boð full­trúa­deildar­þing­mannsins Paul Gosar til endur­kjörs gengur nokkuð illa þessa dagana. Gosar er sitjandi þing­maður fyrir Repúblikana­flokkinn í kjördæmi sínu í Arizona en hann er í­halds­maður og þykir stað­setja sig langt til hægri þegar kemur að hinum pólitíska ási. 

BBC fjallaði um fram­boð Gosar og nýjasta út­spil and­stæðinga hans, en hann berst við Demó­krata­efnið David Brill um þing­sætið. And­stæðingar Gosar eru nefni­lega syst­kini hans og hafa þau, sex talsins, farið af stað með aug­lýsinga­her­ferð þar sem þau lýsa yfir stuðningi við Demókratann Brill. 

„Paul er tví­mæla­laust ekki að vinna í þágu kjör­dæmis síns,“ er haft eftir David, bróður hans, í aug­lýsingunum. Í frétt BBC segir að það komi svo sem ekki á ó­vart. Syst­kini hans hafi löngum gagn­rýnt bróður sinn fyrir af­­dráttar­lausar skoðanir sem mörgum gæti líkað illa við. 

Gosar sagði til dæmis að á­tökin í Char­lottes­vil­le í Virginíu í ágúst í fyrra væru leið vinstrisins til að grafa undan Banda­ríkja­for­setanum Donald Trump. Þá sagði hann ung­verska kaup­sýslu­manninn Geor­ge Sor­os vera nas­ista í við­tali við VICE. 

Aug­lýsinga­her­ferð Gosar-syst­kinanna David, Tim, Jenni­fer, Gaston, Joan og Grace hefur vakið mikla at­hygli og er ljóst að hún mun reynast Paul sjálfum af­skap­lega erfið. 

„Það er erfitt að líta fram hjá þeirri stað­reynd að bróðir minn er ein­fald­lega ras­isti,“ sagði Grace Gosar í við­tali við Phoenix New Times. Þá sagði David syst­kinin ein­fald­lega vilja halda uppi heiðri Gosar-ættar­nafnsins. 

Kannanir gera ráð fyrir því að Repúblikanar haldi vígi sínu í Arizona og að Gosar sitji á­fram fyrir kjör­dæmið. Hann hefur setið þar frá því 2011 og hlaut 71 prósent kjör árið 2016.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandarísk stjórnmál

Sagður óttast á­kæru með auknum völdum Demó­krata

Bandarísk stjórnmál

Gins­burg á spítala með þrjú brotin rif­bein

Bandarísk stjórnmál

FBI rann­sakar Kavan­augh áður en þingið greiðir at­kvæði

Auglýsing

Nýjast

Stjórn Sam­fylkingarinnar fundar síð­degis

Aldrei góð hug­mynd að gefa dýr í jóla­gjöf

Minnkun bílasölu í Kína ekki meiri í 7 ár

Snýr Toyota MR2 aftur með hjálp Subaru?

Al­var­legt mál ef að starfi nefndar „er tor­veldað“

Svar­leysið sendi vond skila­boð til sam­fé­lagsins

Auglýsing