Enn er kríuvarpið við Tunguhverfi á Ísafirði að plaga íbúana. Tilraunir til að færa varpsvæðið hafa ekki borið nægilegan árangur.

Íbúar í Tunguhverfi, sem er nýlegt hverfi innst í Skutulsfirðinum, hafa mátt þola bæði hávaða og loftárásir frá fuglunum.

Í aðsendu erindi til Ísafjarðarbæjar er sagt að ekki sé farandi um án þess að vera með hjálm og rökin að íbúarnir eigi að „sættast við náttúruna,“ ekki í gildi sökum árásargirni fuglsins. Kríunum hafi fjölgað og séu nú farnar að ógna fólki sem vinnur í görðunum sínum.