Fé­lag grunn­skóla­kennara hafði betur gegn Sam­bandi ís­lenskra sveitar­fé­laga fyrir Fé­lags­dóm í máli kennara sem krafðist þess að fá greitt fyrir vinnu sem hann innti af hendi utan hefð­bundins vinnu­tíma.

Fé­lag grunn­skóla­kennara sótti málið fyrir hönd kennarans, en vinnan varðaði að­stoð við smitrakningu vegna CO­VID-19. Kennarinn hafði gert þá kröfu að hann skyldi fá vinnuna greitt sem út­kall, en skóla­stjóri féllst ekki á það. Það var ó­um­deilt að kennarinn vann vinnuna að beiðni yfir­manns.

Fyrir Fé­lags­dóm var tekist á um hvort út­kalls­á­kvæði kjara­samnings átti að gilda um vinnu kennarans. Fé­lags­dómur féllst ekki á að kennarinn skyldi fá vinnuna greidda sem út­kall, en dómurinn taldi að það væri einungis hægt að greiða fyrir útkall ef starfsmaður þyrfti að mæta á vinnustaðinn, en kennarinn vann vinnuna heima hjá sér.

Hins vegar var fallist á að hann skyldi fá greitt fyrir vinnuna sam­kvæmt öðrum á­kvæðum kjara­samnings. Þar að leiðandi yrði Hafnar­fjarðar­bær að greiða kennaranum fyrir vinnuna, enda var hann einungis í vinnu­sam­bandi við sveitar­fé­lagið.

Sam­band ís­lenskra sveitar­fé­laga var því sýknað af kröfu Fé­lags grunn­skóla­kennara um rétt kennarans á greiðslu vegna út­kalls, en dómurinn felst á að kennarinn eigi engu að síður að fá greitt fyrir vinnu sína.