Salmonella greindist í bananaflögum sem seldar eru í verslunum Tiger. Fyrir­tækið hefur stöðvað sölu á bananaflögum og kallar nú inn frá neyt­endum.

Við­skipta­vinir sem keyptu vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki heldur farga henni eða skila aftur þangað sem hún var keypt.

Salmonella getur valdið niður­gangi, kvið­verkjum, ó­gleði, hita og upp­köstum.