Rit­höfundurinn um­deildi Sal­man Rus­hdi­e, sem varð fyrir hnífs­tungu­á­rás í gær, er kominn í öndunar­vél. Frétta­stofa AP greinir frá.

Að sögn um­boðs­manns Rus­hdi­e liggur rit­höfundurinn nú þungt haldinn á spítala eftir að hafa undir­gengist erfiða að­gerð í gær­kvöld. Lifur hans sé al­var­lega sködduð og taugar í öðrum hand­legg hafi farið í sundur. Þá sé lík­legt að Rus­hdi­e muni missa annað augað.

Rus­hdi­e var staddur á fyrir­lestri í New York þegar maður úr á­horf­enda­hópnum ruddist upp á svið og stakk hann ótal sinnum, bæði í kvið og háls. Á­stæða á­rásarinnar er ó­ljós að svo stöddu.

Á­rásar­maðurinn var yfir­bugaður og hand­tekinn á staðnum. Lög­reglan í New York fylki hefur gefið út nafn hans, en á­rásar­maðurinn heitir Hadi Matar og er 24 ára gamall banda­ríkja­maður af líbönskum upp­runa.

Ekki er talið að Matar eigi sér vit­orðs­menn. Hann bíður nú þess að vera leiddur fyrir dómara.

Rus­hdi­e hefur löngum verið mjög um­deildur, þá sér­stak­lega í kjöl­far bókar hans, Söngvar Satans, sem kom út árið 1988. Bókin var bönnuð í Íran, en í augum fjölda múslima þykja skrif hans vera guð­last.

Ári eftir að bókin kom út gaf Aya­tollah Ru­hollah Kho­meini, þá­verandi leið­togi Íran, út opin­bera til­skipun um að Rus­hdi­e skyldi myrtur á grund­velli skrifa sinna.

Þeir Íranar í Tehran sem frétta­stofa AP ræddi við í morgun lofuðu á­rásina. Rus­hdi­e hafi svert íslamska trú með skrifum sínum. Aðrir sögðust hafa á­hyggjur af því að þessi at­burður muni ein­angra land þeirra enn frekar.

Klerka­stjórn Írans og ríkis­fjöl­miðlar landsins hafa ekki gefið út yfir­lýsingu varðandi málið.