Bílar

Sala langbaka aukist vestanhafs

Það eru einna helst langbakar frá lúxusbílaframleiðendunum Mercedes Benz, Audi, BMW, Porsche og Volvo sem seljast vel, en einnig frá Buick og Volkswagen í formi Golf Sportswagon bílsins.

Volvo V90 langbakur fyrir utan veitingastaðinn Apótekið í Pósthússtræti.

Á tímum jepplinga- og jeppaæðis í Bandarikjunum er athyglivert að sjá að sala á langbökum hefur aukist um 29% á síðustu 5 árum. Flestir kaupendur stærri bíla velja jeppa, jepplinga eða pallbíla vestanhafs, en þó sjá enn margir sér hag í að kaupa ódýrari fólksbíla með mikið skottrými í formi langbaka, eða station-bíla eins og þeir eru oft nefndir. Slíkir bílar eru almennt ódýrari, með jafnvel stærra flutningsrými og með miklu betri aksturseiginleikum en jepplingar og jeppar. Mörgum finnst þeir líka fallegri bílar en jeppar og jepplingar. 

Í fyrra seldust 211.600 langbakar í Bandaríkjunum, sem var þó minnkun frá fyrra ári þegar seldust 237.600 langbakar, en engu að síður er um töluverðan vöxt að ræða á síðustu 5 árum og í fyrra var þriðja árið í röð sem sala þeirra fer yfir 200.000 bíla.  Það eru einna helst langbakar frá lúxusbílaframleiðendunum Mercedes Benz, Audi, BMW, Porsche og Volvo sem seljast vel, en einnig frá Buick og Volkswagen í formi Golf Sportswagon bílsins. Þó svo 211.600 langbakar hljómi sem stór tala, er það ekki hátt hlutfall af heildarsölunni í Bandaríkjunum í fyrra. Sala þeirra nemur aðeins 1,22% af 17,3 milljón bíla heildarsölunni.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Meiri sala Citroën en minni hjá Peugeot

Bílar

Nýr BMW 7 með risagrilli

Bílar

Frönsk yfirvöld vilja Ghosn frá Renault

Auglýsing

Nýjast

„Hverfandi líkur“ á því að sjá til al­myrkvans í nótt

Hellisheiði opin en Kjalarnes enn lokað

Fjórir á slysa­deild með minni­háttar á­verka

Lokað um Hellis­heiði, Þrengsli og Kjalar­nes

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi slyss

Auglýsing