Knatt­spyrnu­maðurinn Emili­ano Sala var borinn til grafar í heima­bæ sínum í Argentínu í dag. Fjöldi fólks var við­staddur til að kveðja fram­herjann sem lést þegar flug­vél sem hann og flug­maðurinn David Ibbot­son voru í fórst yfir Ermarsundi 21. janúar. 

Kistu­lagningin og jarðar­för Sala fóru fram í bænum Prog­reso. „Hann hafði mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Daniel Ribero, íbúi í bænum. „Þetta er lítið þorp og Emi [Sala] var stjarna og eini leik­maðurinn til að ná í at­vinnu­mennsku.“ 

Sala var á leið til Car­diff í Wa­les frá fé­lagi sínu Nan­tes í Frakk­landi þegar vélin hrapaði. Meðal við­staddra í jarðar­förinni var Neil Warn­ock, þjálfari Car­diff City. 

„Hann var minn leik­maður. Hann skrifaði undir hjá mér og ég hafði mikla trú á honum og því sem koma skyldi,“ sagði Warn­ock. „Fjöl­skyldan setur þetta allt í sam­hengi. Fjöl­skyldan er svo mikil­væg, það sést ber­sýni­lega á öllu hér í dag. Það virðast allir sam­einaðir í þorpinu.“