EQV er með 90 kWst rafhlöðu undir gólfinu og rafmótor sem skilar bílnum 204 hestöflum. Drægnin er um 418 kílómetrar samkvæmt af WLTP-staðli en hámarkstog bílsins er 362 Newtonmetrar. Hægt verður að hlaða bílinn upp í allt að 80% rafhlöðu á innan við 45 mínútum. EQV er tæknivæddur í innanrýminu og búinn MBUX margmiðlunarkerfi og er með stóru, stafrænu mælaborði. Þá er hann einnig búinn allra nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Mercedes-Benz. Hægt er að breyta sætauppstillingum að vild, en bíllinn er bæði ætlaður til einkanota og fyrirtækjareksturs. EQV er annar bíllinn í EQ-fólksbílalínu Mercedes-Benz en sportjeppinn EQC var frumsýndur á síðasta ári og hefur fengið mjög góðar viðtökur. eVito Tourer bætist svo við EQ-línuna í nóvember á þessu ári. eVito Tourer er einnig 100% raf bíll og hefur sæti fyrir 7-8 farþega.