Sala nýrra fólksbíla hefur aukist um ríflega þrjátíu prósent fyrstu níu mánuði ársins samanborið við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í samantekt Bílgreinasambandsins.

Þar kemur fram að í ár hafa selst yfir þrettán þúsund nýir fólksbílar samanborið við tæplega tíu þúsund fólksbíla í fyrra.

Sala fólksbíla hélt áfram að aukast í nýliðnum september, en þá voru tæplega tólf hundruð nýir bílar skráðir á götuna.