Á­fengis­bann hefur verið sett á í Nuuk, höfuð­borg Græn­lands, og ná­granna­byggðum. Kim Ki­el­sen, for­maður landsstjórnar Græn­lands til­kynnti þjóð sinni þetta fyrir­vara­laust í gær­kvöldi.


Bannið setti hann á til að minnka á­fengis­neyslu á heimilum í miðjum heims­far­aldri CO­VID-19. Fjöl­skyldur verða mikið heima á næstunni og segir Kielsen að við þessar að­stæður geti skapast mikil drykkja á heimilum.


„Í að­stæðum þar sem skólar, stofnanir, veitinga­staðir og sam­komu­hús eru lokuð á á­fengis­neysla eftir að aukast á heimilunum, þar sem yfir­völd geta ekki fylgst með henni,“ segir hann í sam­tali við græn­lenska fjöl­miðilinn Sermitsiaq. Hann segir þá að það myndi ekki að­eins skaða börn og heimilis­lífið sjálft heldur einnig auka hættu á frekari út­breiðslu veirunnar í Græn­landi, því á­fengi hefur jú nokkur á­hrif á dóm­greind fólks.

Kim Ki­el­sen, formaður landsstjórnarinnar, vonast til að samfélagið hjálpist að við að vernda börnin.
Fréttablaðið/Getty

Tíu kóróna­veiru­smit hafa greinst í Nuuk. At­hygli hefur vakið að á­fengis­bannið nær að­eins til höfuð­borgarinnar og ná­granna­byggða en ekki til alls landsins.


Bannið tekur til sölu drykkja með 2,25% á­fengis­styrk eða meira og það gildir til 15. apríl, í á­tján daga. Ki­el­sen segir kjarna málsins að tryggja börnum öruggt heimili á erfiðum tímum. Hann segist vonast til þess að í­búar Nuuk sýni þessu skilning og taki höndum saman til að styðja að öruggu sam­fé­lagi.