Sala á eldsneyti á fyrsta ársfjórðungi 2022 var átján prósentum meiri en á sama tíma á síðasta ári, að því er nýjar tölur Hagstofunnar bera með sér.

Eldsneytissalan fyrstu tvo mánuði ársins var þó áberandi minni en sala á þeim tíma á fyrri árum, enda var mikið um lokanir vegna uppgangs kórónaveirufaraldursins á þeim tíma.

Greitt var fyrir hálft fimmta prósent af sölunni 2022 með erlendum greiðslukortum, en hlutfallið var innan við eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi árið á undan.