Land­fræðingurinn Daníel Páll Jónas­son segist sakna um­ræðu um stað­setningu Vallar­hverfis í Hafnar­firði á hraun­svæði. Daníel hefur kynnt sér svæðið vel og segir ljóst að fyrr eða síðar muni renna hraun í hverfinu, þó ekki bendi til þess að það muni gerast við mögu­legt gos nú.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segist Daníel ekki ætla sér að hræða neinn með orðum sínum. „En þetta er um­ræða sem þarf að fara fram því að það mun á endanum renna hraun þarna. Það liggur eigin­lega bara ljóst fyrir því þannig er lands­lagið þarna,“ segir hann.

Daníel gerir málinu einnig skil í Face­book færslu. Þar bendir hann á að í síðustu gos­hrinu á Reykjanesskaga hafi bæði Kapellu­hraun og Tví­bolla­hraun runnið yfir svæðið þar sem nú er Valla­hverfið.

„Lega Valla­hverfisins í dæld, til­tölu­lega stutt frá nokkuð virku Krýsu­víkur­kerfinu, gull­tryggir að fram­tíðar­hraun muni leita þangað,“ skrifar Daníel. Hann segist ekki vera svart­sýnn, hér sé bara um stað­reyndir að ræða.

Daníel tekur fram að hann sé ekki sér­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands eða al­manna­vörnum. Hann hafi hins­vegar kynnt sér svæðið vel í loka­rit­gerð sinni sem ber heitið „Hraun­flæði á höfuð­borgar­svæðinu: Saga hraun­flæðis á svæðinu á nú­tíma og kort­lagning mögu­legra far­vega til byggða.“

„En Veður­stofan og al­manna­varnir hafa ekki tjáð sig um þetta og ég er auð­vitað bara ó­breyttur borgari en ég er með land­fræði­gráðu, með á­herslu á jarð­fræði og hef kynnt mér þetta svæði svo mér finnst ég alveg hafa smá þekkingu til að tjá mig um þetta,“ segir hann. „Mér finnst vanta al­menna um­ræðu um þetta.“

Hann tekur fram að miðað við nú­verandi spár muni hraun í hugsan­legu gosi nú ekki fara yfir Vallar­hverfið. „En maður veit ekki hvert það mun leita. Það hafa verið gos á öllum skaganum og nú er kvikan farin að troða sér að­eins inn í Krýsu­víkur­kerfið og gosin sem hafa farið yfir Valla­hverfið eru upp­runin í Krýsu­víkur­kerfinu og líka reyndar í Brenni­steins­fjalla­kerfinu,“ segir hann.

„En ef þetta er kvika á ferð og það á annað borð er að fara af stað gos á skaganum, gæti alveg verið að þessi kvika myndi skila sér upp á ó­heppi­legu svæði og hraun renna yfir Valla­hverfið. Hvort það gerist á morgun, tvö ár eða tuttugu ár veit enginn. En það þarf að vekja fólk til um­hugsunar um það hvort það sé ekki tími til kominn að skoða þetta því við erum ekkert að fara að stoppa þetta ef þetta byrjar að renna.“

Fari hraun yfir Vallar­hverfið segir hann það lík­legast myndu leita út í sjó þar og því ekki ná lengra í Hafnar­firðinn. „En ál­verið og öll í­búðar­hús­næðin eru í hættu ef þetta gerist,“ segir Daníel sem í­trekar að hann bendi einungis á þetta til að undir­búnings­vinna og við­brögð stjórn­valda vegna mögu­legs hraun­flæðis geti hafist.

Nýjasta hraunspáin bendir ekki til þess að hraun muni flæða yfir Vellina að þessu sinni:

20210303 19:30 Þar sem ekki kom upp eldur eftir hádegi í dag, förum við aftur í eldgosanæmið. Á myndinni sem fylgir með...

Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Wednesday, 3 March 2021

Hvetur yfir­völd til að teikna upp lausnir

Rætt hefur verið um mögu­leikann á að flytja inn sér­stakar vatns­dælur til landsins til þess að hafa á­hrif á hraun­flæði. Í Face­book færslu sinni segist Daníel ekki sjá hvernig það geti hjálpað ef hraunið er nú þegar byrjað að flæða.

„Ef eld­gos kemur upp á næstu vikum eða mánuðum innan vatna­sviðs Valla­hverfisins (sem er þó ekki að gerast ná­kvæm­lega núna miðað við stað­setningu kviku­gangsins) er lítið hægt að gera.

Að sprauta vatni á mörg hundruð metra eða kíló­metra breiðan hraun­jaðarinn þegar hann rennur í átt að hverfinu er ekki að fara að gera neitt gagn. Hraunið myndi kannski hægja á sér stundar­korn (á mjög af­mörkuðu svæði) en á endanum kæmist það alltaf á á­fanga­stað því rennslið frá upp­tökunum ein­hverja kíló­metra í burtu er ekki að fara að stoppa vegna nokkurra bruna­slangna.“

Ef jarð­skjálftarnir hætta og kvikan tekur sér tíma­bundna pásu (því pásan verður alltaf tíma­bundin, það mun gjósa þarna á endanum), er ekki kominn tími til að teikna upp ein­hverjar lausnir?“

Ég veit ekki hvort fjölmiðlar séu vísvitandi að forðast þessa umræðu, allavega hef ég ekki tekið mikið eftir henni, en...

Posted by Daníel Páll Jónasson on Tuesday, 2 March 2021