Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir ríkis­lög­reglu­stjóri kallaði eftir aukni innra eftir­liti með lög­reglunni um allt land á fundi alls­herjar- og mennta­mála­nefndar Al­þingis í morgun. Þá kallaði hún einnig eftir sam­fé­lags­legu á­taki til að taka á hvers­dags­legum for­dómum og sagði lög­regluna ekki bera eina á­byrgð og lagði til að þingið tæki for­ystu í þessu máli.

Til­efni fundarins var fræðsla og menntun lög­reglu­manna um for­dóma og fjöl­menningu en þing­kona Pírata kallaði til fundarins eftir að Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu og sér­sveit lög­reglunnar stöðvuðu í tví­gang ungan svartan dreng í leit sinni að stroku­fanganum Gabríel Duane Boama fyrir um mánuði síðan.

Við­brögð lög­reglunnar við þessum at­vikum voru ítar­lega rædd og sagði Sig­ríður Björk að hún sæi ekki endi­lega hvernig lög­reglan hefði getað brugðist öðru­vísi við á­bendingum al­mennings.

„Við getum ekki valið að fylgja þeim eftir,“ sagði Sig­ríður Björk og í­trekaði að hún harmi þetta at­vik.

Hún sagði mis­skilning að sér­sveitin hefði ruðst inn í strætó og sagði að þeir hafi ekki rætt við hann heldur farið úr stræ­tónum um leið og þeir sáu að ekki var um Gabríel að ræða. Sig­ríður sagði sér­sveitar­menn sér­þjálfaða í slíkum at­vikum og hafi strax séð að ekki væri um að ræða manninn sem væri leitað að. Hún sagði samt margt hægt að gera betur og nefndi til dæmis hvernig er lýst eftir fólki og hvort það þurfi að setja ein­hver varnaðar­orð við slíkar aug­lýsingar.

„Við erum búin að heyra sjónar­mið sem við áttuðum ekki aftur á,“ sagði Sig­ríður Björk og að það væri raun­veru­lega ó­þolandi að sak­laust ung­menni hefði í tví­gang lent í þessu.

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki alltaf brugðist við öllum ábendingum

Arn­dís Anna spurði Sig­ríði um þær á­bendingar sem þau fá og dró það í efa að það væri brugðist við þeim öllum. Hún spurði hvert verk­lagið er til að fylgja eftir á­bendingum og hvaða upp­lýsingar er beðið um þegar sér­sveitin er send og spurði einnig um verk­lag þegar um er að ræða af­skipti af börnum og þá sér­stak­lega um börn af er­lendum upp­runa.

Sig­ríður Björk svaraði þessu og sagði það rétt að það væri ekki alltaf stokkið á allar á­bendingar en að í þessu til­felli hafi lög­reglan ekki getað sleppt því að bregðast við vegna sögu mannsins sem leitað var að um of­beldi og vopna­burð en þess vegna var sér­sveitin send því hún fer í út­köll þar sem leitað er að vopnuðum manni.

„Við sendum ekki ó­vopnaða lög­reglu­menn í vopnuð út­köll,“ sagði Sig­ríður Björk.

Sig­ríður Björk sagði fræðslu lykil­at­riði og að þau sjái það þegar þau beini sér­stak­lega sjónum sínum að mál­efnum að þá verður þeirra þjónusta betri.

Á fundinum voru auk Sig­ríðar Bjarkar til and­svara frá lög­reglunni þeir Ólafur Örn Braga­son, for­stöðu­maður mennta- og starfs­þróunar­seturs lög­reglunnar, og Helgi Val­berg Jens­son aðal­lög­fræðingur stofnunarinnar.

Við sendum ekki ó­vopnaða lög­reglu­menn í vopnuð út­köll

„Sak­laust ung­menni varð fyrir í­trekuðu og til­efnis­lausu of­beldi,“ sagði Arn­dís Anna Kristínar Gunnars­dóttir, þing­kona Pírata, sem opnaði fundinn. Hún benti á að ungi maðurinn sem var í tví­gang stöðvaður átti húð­lit og hár­greiðslu sam­eigin­lega með manninum, en ekkert annað, og að fleiri innan stórs jaðar­setts hóps ættu það sam­eigin­legt.

Arn­dís Anna spurði um kyn­þátta­miðaða lög­gæslu [e. Ra­cial profiling] innan bæði lög­reglunnar og sér­sveitar, endur­menntun lög­reglunnar auk þess sem hún spurði um hvernig reglur væru um merki sem lög­reglan ber, en fjallað var um það á fundi Al­þingis árið 2020 eftir að lög­reglu­kona bar merki sem þótti rasískt. Eftir að málið kom upp voru rasísk merki og húð­flúr gerð ó­heimil.

Vilja heyra í almenningi og þjónustuþegum

Sig­ríður Björk sagði lög­regluna þjónustu­stofnun og að það ætti að þjónusta fólkið eins og fólkið vill og að til þess að það sé hægt verði þau að hlusta á fólkið og í nýrri stefnu væri þeirra mark­mið að vinna eftir virðingu og að hlusta á þjónustu­þega. Hún og Ólafur Örn fóru ítar­lega fyrir fjöl­mörg verk­efni sem lög­reglan vinnur að til að sinna endur­menntun og fræðslu. Þau nefndu sem dæmi samtarf við Sam­tökin ´78, Geð­hjálp, Fjöl­menningar­setur, Rauða krossinn og við Um­boðs­mann barna.

Þau töluðu um bæði jafningja­fræðslu og að yfir­menn séu þjálfaðir til að miðla þekkingu á­fram til undir­manna. Haustið 2020 var búið til kennara­nám­skeið á vegum ÖSE. Sau­tján lög­reglu­menn fengu ítar­lega þjálfun um rann­sókn haturs­glæpa og hvernig þau geti miðlað þekkingunni á­fram.

„Mark­miðið er að allir starfandi lög­reglu­menn í fram­tíðinni geti borið kennsl á haturs­glæp,“ sagði Sig­ríður en að það væru ekki bara lög­reglu­menn starfandi hjá þeim heldur líka starfs­fólk á á­kæru­sviði og að í fyrra hafi verið haldinn sam­eigin­legu fundur fyrir alla.

Þá sagði Sig­ríður að unnið væri að því að gera fag um for­dóma og fjöl­menningu að skyldu­fagi í lög­reglu­fræðunum.

„Við erum að vinna mark­visst í þessum málum“ sagði Sig­ríður og að þau væru líka að vinna með til dæmis hin­segin fólki og að það væri mikil­vægt að fá skoðun þeirra sem náms­efnið fjallar um á því og hvort að það virki.

Mark­miðið er að allir starfandi lög­reglu­menn í fram­tíðinni geti borið kennsl á haturs­glæp

Odd­ný G. Harðar­dóttir, þing­kona Sam­fylkingarinnar, sagði sterkar vís­bendingar um hvers­dags­lega for­dóma í sam­fé­laginu og að það væri mikil mein­semd. Hún spurði um lög­reglu­menn af er­lendum upp­runa og hvort að það væri sér­stak­lega unnið að því að fjölga þeim. Hún benti á að fólk af er­lendum upp­runa er fimmtungur sam­fé­lagsins og spurði til dæmis hverjar kröfurnar eru um ís­lensku­kunn­áttu.

Sig­ríður Björk sagðist sam­mála að hvers­dags­legir for­dómar séu mein­semd en að lög­reglan geti ekki unnið ein að því að upp­ræta það. Hún segist vilja sjá þing­nefnd og þingið taka for­ystu í þessu máli.

Á fundinum voru auk Sig­ríðar Bjarkar til and­svara frá lög­reglunni þeir Ólafur Örn Braga­son, for­stöðu­maður mennta- og starfs­þróunar­seturs lög­reglunnar, og Helgi Val­berg Jens­son aðal­lög­fræðingur stofnunarinnar.
Fréttablaðið/Anton Brink

Íslenskur ríkisborgararéttur inntökuskilyrði

Ólafur Örn sagði að eitt skil­yrða inn­töku væri ís­lenskur ríkis­borgara­réttur og að það gæti verið ein á­stæða fyrir því að þeim hafi ekki farið fjölgandi í náminu. Hann sagði það staðlað á Norður­löndum en að, til dæmis, í Bret­landi hefði slík krafa verið af­numin til að fjölga um­sóknum fólks af er­lendum upp­runa.

Á fundinum var einnig farið yfir það hvað er gert ef ein­hver til­vik koma upp meðal lög­reglu­manna um hvers­dags­lega for­dóma þá sé bæði hægt að veita þeim á­minningu en svo sé nefnd um störf lög­reglunnar og siða­reglur þar sem tekið er á þessu.

Hér er hægt að horfa á upp­töku af fundinum.