Fjórmenningarnir sem ákærðir eru fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots ýmist neituðu sök í málinu eða neituðu að taka afstöðu til málsins.
Mál þeirra var þingfest í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. En aðalmeðferð málsins fer fram í byrjun janúar 2023.
Þeir ákærðu mættu í gegnum fjarfundarbúnað en þeim er gefið að sök að hafa reynt að flytja inn tæplega 100 kíló að kókaíni sem falið var í vörusendingu á leið til landsins, ásamt peningaþvætti. Markaðsvirði kókaínsins er talið hafa verið um tveir milljarðar króna.
Eins og fyrr segir eru fjórmenningarnir, Páll Jónsson, Daði Björnsson, Jóhannes Páll Durr og Birgir Halldórsson ákærðir fyrir peningaþvætti og innflutning á kókaíni. Páll, Daði og Jóhannes neituðu allir sök á innflutningi á kókaíni en Birgir tók ekki afstöðu til málsins og óskaði eftir frest til að tjá sig um ákæruna. Þá neituðu Páll, Daði og Jóhannes sök á peningaþvætti.
Fjórmenningunum er gefið að sök að hafa flutt inn 100 kíló af kókaíni sem falin voru í sjö trjádrumbum sem sendir voru til landsins. Efnunum var fyrst komið fyrir í timbrinu í Brasilíu en þaðan var timbrið sent til Hollands.
Tollurinn skipti kókaíni út fyrir gerviefni
Lögreglan hérlendis rannsakaði skipulagða brotastarfsemi hérlendis og komst á snoðir um smyglið og tilkynnti það til tollsins í Hollandi, en þar var kókaíninu skipt út fyrir gerviefni og síðan áframsent til Íslands.
Rannsókn málsins stóð yfir í haust en að henni komu embætti lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sömuleiðis vann lögreglan með tollyfirvöldum í Hollandi, þaðan sem sendingin kom.
Einnig ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot
Jóhannes Páll Durr var einnig ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en hann á að hafa haft haft í vörslum sinum 5,24 grömm af marijúana og 38,25 grömm af MDMA, sem lögregla fann við leit á heimili hans. Jóhannes játaði sök með fyrirvara um magnið.
Þá var Daði einnig ákærður fyrir fíkniefnalagabrot. En hann var tvisvar sinnum gripinn með samtals um 43 grömm af marijúana. Þá var hann einnig með 995 grömm að kannabislaufum, 265 grömm af kannabisplöntum og 25 kannabisplöntur á heimili sínum. Daði játaði sök með fyrirvara um framsetningu magns.