Karlmaður sem hefur stöðu sakbornings og situr nú í gæsluvarðhaldi vegna manndráps á Ólafsfirði var dæmdur í eins árs fangelsi árið 2020. Þetta var meðal annars fyrir tvær líkamsárásir árið 2020. Þetta kemur fram í frétt vísis en maðurinn sem lést hlaut einnig fangelsisdóm vegna stunguárásar en sá dómur féll fyrir nærri tuttugu árum síðan.

Var hann sakfelldur fyrir að stinga mann með hníf í höndina og rauf hann með því skilorð reynslulausnar og var eftir að dæmdur í tveggja ára fangelsi.

Tvær konur og einn karlmaður eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins en önnur konan hefur áður komið við sögu lögreglu.

Hún hefur hlotið vægari dóma meðal annars fyrir vörslu og smygl á fíkniefnum, ölvunar-, fíkniefna- og hraðakstur og þjófnað. Er hún talin vinkona eiginkonu þess látna.

Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu hlaut tólf mánaða fangelsisdóm fyrir tvær líkamsárásir, fíkniefnabrot, lyfja- og vopnalagabrot og fleira árið 2020. Þá barði hann mann í höfuðið með hamri. Hann hefur einnig hlotið dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot.

Samkvæmt heimildum vísis kom maðurinn sem gestur hjónanna til að aðstoða eiginkonu þess látna en þau séu vinir. Hún hafi látið illa af sambandinu við eiginmann sinn en heimildir benda til að samband þeirra hafi verið nokkuð stormasamt.